Lífið

Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Auður Bjarnadóttir jógakennari.
Auður Bjarnadóttir jógakennari. Vísir/Vilhelm

Í sérstökum þætti af hlaðvarpinu Kviknar er einstök Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna hjá Jógasetrinu. Yoga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og hjálpar fólki að slaka vel á. 

Auður Bjarna er flestum konum kunn enda hún búin að kenna verðandi mæðrum meðgönguyoga í 21 ár. Hún var í viðtali í síðasta þætti af Kviknar hlaðvarpinu sem birtist hér á Lífinu á Vísi í gær. 

Hugleiðslan er rúmur hálftími að lengd og mælum við með því að hlustað sé á þáttinn í þægilegu umhverfi og er mikilvægt koma sér vel fyrir. 

Klippa: 36 - Yoga Nidra með Auði

Viðtalið við Auði má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Andrea Eyland og Auður spjalla í þessum þætti um mikilvægi hvíldar, Fyrstu fimm og útskýrir Auður líka vel hvað Yoga Nidra getur gert fyrir okkur.

Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna  hér. 

Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×