„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitthvað“ Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. febrúar 2022 20:11 Jakob Guðnason er björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi Stöð 2/Arnar Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst. Jakob Guðnason björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi segir 57 björgunarsveitar allstaðar að af landinu vera við leit að flugvél sem ekkert hefur spurst til síðan hún tók á loft frá Reykjavík klukkan 11 í gærmorgun. „Við höfum ekki upplifað svona mikinn fjölda á sama stað í einu, en svæðið er stórt sem við erum að leita á,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Jakob er heimamaður á svæðinu og hefur því reynslu af leit við Þingvallavatn. Hann segir landslagið þar og leitaraðstæður í gær og í dag hafa gert leitarfólki erfitt fyrir. „Í fyrsta lagi er svæðið gífurlega stórt. Þótt við höfum náð að fara yfir alveg ótrúlega mikið svæði, þá er svæðið erfitt yfirferðar í þessu færi sem er núna. Það er lítill snjór, ekki nóg fyrir sleða en það er nógu mikill snjór þannig að það er erfitt á fjórhjólum og þess háttar. Og svo er náttúrulega mikið af giljum og skorningum og mikið af fjöllum. Þetta er gífurlega erfitt en við ætlum að finna eitthvað.“ segir hann. Óþægileg tilfinning að finna ekkert Jakob segir meiri óvissu ríkja núna en í öðrum leitum sem hann hefur farið í þar sem ekkert hefur fundist hingað til. „Þetta er dálítið langur tími sem höfum ekki fundið neitt af því að við erum að leita að svolítið stórum hlut, þannig að þetta er svolítið skrýtið að því leytinu til,“ segir hann. Þó sé leitin sjálf eins og aðrar leitir. „Við vinnum eftir sama verklagi, það stækkar bara. Það vinna allir eins alveg sama hvaðan þeir koma á landinu, þannig að þetta er bara mjög svipað. „Við ætlum ekki að hætta fyrr en við finnum eitthvað og vonandi verður veðrið betra um helgina heldur en veðurfræðingar segja,“ segir Jakob að lokum. Aftakaveðri er spáð á morgun og fyrr í kvöld sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar, að útlit væri fyrir að skilyrði til leitar á morgun verði engin. Leit verði haldið áfram langt fram á kvöld og staðan síðan metin hvað varðar morgundaginn. Farið var yfir atburðarás síðustu tveggja daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Yfirferð og viðtal við Jakob Guðnason má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Jakob Guðnason björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi segir 57 björgunarsveitar allstaðar að af landinu vera við leit að flugvél sem ekkert hefur spurst til síðan hún tók á loft frá Reykjavík klukkan 11 í gærmorgun. „Við höfum ekki upplifað svona mikinn fjölda á sama stað í einu, en svæðið er stórt sem við erum að leita á,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Jakob er heimamaður á svæðinu og hefur því reynslu af leit við Þingvallavatn. Hann segir landslagið þar og leitaraðstæður í gær og í dag hafa gert leitarfólki erfitt fyrir. „Í fyrsta lagi er svæðið gífurlega stórt. Þótt við höfum náð að fara yfir alveg ótrúlega mikið svæði, þá er svæðið erfitt yfirferðar í þessu færi sem er núna. Það er lítill snjór, ekki nóg fyrir sleða en það er nógu mikill snjór þannig að það er erfitt á fjórhjólum og þess háttar. Og svo er náttúrulega mikið af giljum og skorningum og mikið af fjöllum. Þetta er gífurlega erfitt en við ætlum að finna eitthvað.“ segir hann. Óþægileg tilfinning að finna ekkert Jakob segir meiri óvissu ríkja núna en í öðrum leitum sem hann hefur farið í þar sem ekkert hefur fundist hingað til. „Þetta er dálítið langur tími sem höfum ekki fundið neitt af því að við erum að leita að svolítið stórum hlut, þannig að þetta er svolítið skrýtið að því leytinu til,“ segir hann. Þó sé leitin sjálf eins og aðrar leitir. „Við vinnum eftir sama verklagi, það stækkar bara. Það vinna allir eins alveg sama hvaðan þeir koma á landinu, þannig að þetta er bara mjög svipað. „Við ætlum ekki að hætta fyrr en við finnum eitthvað og vonandi verður veðrið betra um helgina heldur en veðurfræðingar segja,“ segir Jakob að lokum. Aftakaveðri er spáð á morgun og fyrr í kvöld sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar, að útlit væri fyrir að skilyrði til leitar á morgun verði engin. Leit verði haldið áfram langt fram á kvöld og staðan síðan metin hvað varðar morgundaginn. Farið var yfir atburðarás síðustu tveggja daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Yfirferð og viðtal við Jakob Guðnason má sjá í spilaranum hér að neðan:
Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira