„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitthvað“ Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. febrúar 2022 20:11 Jakob Guðnason er björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi Stöð 2/Arnar Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst. Jakob Guðnason björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi segir 57 björgunarsveitar allstaðar að af landinu vera við leit að flugvél sem ekkert hefur spurst til síðan hún tók á loft frá Reykjavík klukkan 11 í gærmorgun. „Við höfum ekki upplifað svona mikinn fjölda á sama stað í einu, en svæðið er stórt sem við erum að leita á,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Jakob er heimamaður á svæðinu og hefur því reynslu af leit við Þingvallavatn. Hann segir landslagið þar og leitaraðstæður í gær og í dag hafa gert leitarfólki erfitt fyrir. „Í fyrsta lagi er svæðið gífurlega stórt. Þótt við höfum náð að fara yfir alveg ótrúlega mikið svæði, þá er svæðið erfitt yfirferðar í þessu færi sem er núna. Það er lítill snjór, ekki nóg fyrir sleða en það er nógu mikill snjór þannig að það er erfitt á fjórhjólum og þess háttar. Og svo er náttúrulega mikið af giljum og skorningum og mikið af fjöllum. Þetta er gífurlega erfitt en við ætlum að finna eitthvað.“ segir hann. Óþægileg tilfinning að finna ekkert Jakob segir meiri óvissu ríkja núna en í öðrum leitum sem hann hefur farið í þar sem ekkert hefur fundist hingað til. „Þetta er dálítið langur tími sem höfum ekki fundið neitt af því að við erum að leita að svolítið stórum hlut, þannig að þetta er svolítið skrýtið að því leytinu til,“ segir hann. Þó sé leitin sjálf eins og aðrar leitir. „Við vinnum eftir sama verklagi, það stækkar bara. Það vinna allir eins alveg sama hvaðan þeir koma á landinu, þannig að þetta er bara mjög svipað. „Við ætlum ekki að hætta fyrr en við finnum eitthvað og vonandi verður veðrið betra um helgina heldur en veðurfræðingar segja,“ segir Jakob að lokum. Aftakaveðri er spáð á morgun og fyrr í kvöld sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar, að útlit væri fyrir að skilyrði til leitar á morgun verði engin. Leit verði haldið áfram langt fram á kvöld og staðan síðan metin hvað varðar morgundaginn. Farið var yfir atburðarás síðustu tveggja daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Yfirferð og viðtal við Jakob Guðnason má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Jakob Guðnason björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi segir 57 björgunarsveitar allstaðar að af landinu vera við leit að flugvél sem ekkert hefur spurst til síðan hún tók á loft frá Reykjavík klukkan 11 í gærmorgun. „Við höfum ekki upplifað svona mikinn fjölda á sama stað í einu, en svæðið er stórt sem við erum að leita á,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Jakob er heimamaður á svæðinu og hefur því reynslu af leit við Þingvallavatn. Hann segir landslagið þar og leitaraðstæður í gær og í dag hafa gert leitarfólki erfitt fyrir. „Í fyrsta lagi er svæðið gífurlega stórt. Þótt við höfum náð að fara yfir alveg ótrúlega mikið svæði, þá er svæðið erfitt yfirferðar í þessu færi sem er núna. Það er lítill snjór, ekki nóg fyrir sleða en það er nógu mikill snjór þannig að það er erfitt á fjórhjólum og þess háttar. Og svo er náttúrulega mikið af giljum og skorningum og mikið af fjöllum. Þetta er gífurlega erfitt en við ætlum að finna eitthvað.“ segir hann. Óþægileg tilfinning að finna ekkert Jakob segir meiri óvissu ríkja núna en í öðrum leitum sem hann hefur farið í þar sem ekkert hefur fundist hingað til. „Þetta er dálítið langur tími sem höfum ekki fundið neitt af því að við erum að leita að svolítið stórum hlut, þannig að þetta er svolítið skrýtið að því leytinu til,“ segir hann. Þó sé leitin sjálf eins og aðrar leitir. „Við vinnum eftir sama verklagi, það stækkar bara. Það vinna allir eins alveg sama hvaðan þeir koma á landinu, þannig að þetta er bara mjög svipað. „Við ætlum ekki að hætta fyrr en við finnum eitthvað og vonandi verður veðrið betra um helgina heldur en veðurfræðingar segja,“ segir Jakob að lokum. Aftakaveðri er spáð á morgun og fyrr í kvöld sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar, að útlit væri fyrir að skilyrði til leitar á morgun verði engin. Leit verði haldið áfram langt fram á kvöld og staðan síðan metin hvað varðar morgundaginn. Farið var yfir atburðarás síðustu tveggja daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Yfirferð og viðtal við Jakob Guðnason má sjá í spilaranum hér að neðan:
Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira