Innlent

Lést þegar flutninga­bíll valt af veginum austan við Kirkju­bæjar­klaustur

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð við Lómagnúp.
Slysið varð við Lómagnúp.

Einn lést þegar flutninabíll fór út af veginum og valt á Suðurlandsvegi, austan við Kirkjubæjarklaustur, í ofsaveðri í nótt.

Fréttablaðið sagði fyrst frá málinu en í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að slysið hafi orðið um klukkan 00:40 í nótt. 

„Farþegi í bílnum lést en ökumaður er óslasaður. Ofsaveður var á vettvangi, á tíðum ekki stætt í hviðum og varð tjón á björgunartækjum þegar rúður fuku úr þeim. Einungis björgunarstörf voru því unnin á vettvangi en hann síðan yfirgefinn og verður unnið að vettvangsrannsókn í dag eftir því sem veður gengur niður. 

Að henni koma, auk lögreglu á Suðurlandi, tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa og eru þessir aðilar á leið á vettvang til þeirrar vinnu. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið eða rannsókn þess að sinni,“ segir í tilkynningunni.

Fréttin hefur verið uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×