Syrgja góðan vin og félaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2022 20:01 Flaggað var í hálfa stöng við skólann í dag. Vísir/Tryggvi. Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær. Maðurinn ungi, nítján ár, lést í gær þegar var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Samfélagið á Laugum er lítið en þétt. Þar er hugur allra hjá aðstandendum nemandans sem lést. „Við erum náttúrulega ákaflega sorgmæt en stöndum þétt saman og reynum að komast í gegnum daginn og dagana hérna framundan en hugur okkar og nemenda er hjá þeirra góða vini og félaga og aðstandendum hans,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Þónokkur vitni urðu að slysinu og hefur verið boðið upp á áfallahjálp vegna þess í gær og í dag. Þá hefur mikill stuðningur borist frá nærliggjandi framhaldsskólum sem sent hafa starfsfólk sitt á Laugar til stuðnings. Fjölmennt var í skólanum í dag, þar sem nemendur, starfsfólk og aðrir nutu stuðnings hvers annars og fagaðila. „Hér er gríðarlega mikið af fólki að hjálpa okkur að halda utan um nemendur og starfsfólk og auðveldar okkur að sigla í gegnum þennan skafl,“ segir Sigurbjörn Árni sem er þakklátur fyrir stuðninginn og hlýhug sem hafi borist í Þingeyjarsveit. „Það er bara alveg ómetanlegt. Ég þakka fyrir allar góðar kveðjur sem nemendum, starfsfólki og skólanum hafa borist og mjög gott að finna að hugur allra er hjá okkur og bak við okkur,“ segir Sigurbjörn Árni. Skólastarf féll niður í dag og farið verður hægt af stað í næstu viku. „Á morgun byrjum við með samverustund í fyrramálið. Svona förum við rólega inn í daginn og leyfum þeim að koma sem vilja og vera eins og þeir vilja og smám saman munum við ná takti í næstu viku en auðvitað mun þetta hafa einhver áhrif út önnina, alveg klárlega og jafn vel lengur,“ segir Sigurbjörn Árni. Um hundrað nemendur eru í skólanum, sem er heimavistarskóli, samfélagið sem fyrr segir lítið, en þétt. „Við bara höldum mjög þétt utan um hvert annað og styðjum hvert annað. Syrgjum saman og aðstoðum eins og best verður á kosið.“ Framhaldsskólar Þingeyjarsveit Samgönguslys Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Maðurinn ungi, nítján ár, lést í gær þegar var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Samfélagið á Laugum er lítið en þétt. Þar er hugur allra hjá aðstandendum nemandans sem lést. „Við erum náttúrulega ákaflega sorgmæt en stöndum þétt saman og reynum að komast í gegnum daginn og dagana hérna framundan en hugur okkar og nemenda er hjá þeirra góða vini og félaga og aðstandendum hans,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Þónokkur vitni urðu að slysinu og hefur verið boðið upp á áfallahjálp vegna þess í gær og í dag. Þá hefur mikill stuðningur borist frá nærliggjandi framhaldsskólum sem sent hafa starfsfólk sitt á Laugar til stuðnings. Fjölmennt var í skólanum í dag, þar sem nemendur, starfsfólk og aðrir nutu stuðnings hvers annars og fagaðila. „Hér er gríðarlega mikið af fólki að hjálpa okkur að halda utan um nemendur og starfsfólk og auðveldar okkur að sigla í gegnum þennan skafl,“ segir Sigurbjörn Árni sem er þakklátur fyrir stuðninginn og hlýhug sem hafi borist í Þingeyjarsveit. „Það er bara alveg ómetanlegt. Ég þakka fyrir allar góðar kveðjur sem nemendum, starfsfólki og skólanum hafa borist og mjög gott að finna að hugur allra er hjá okkur og bak við okkur,“ segir Sigurbjörn Árni. Skólastarf féll niður í dag og farið verður hægt af stað í næstu viku. „Á morgun byrjum við með samverustund í fyrramálið. Svona förum við rólega inn í daginn og leyfum þeim að koma sem vilja og vera eins og þeir vilja og smám saman munum við ná takti í næstu viku en auðvitað mun þetta hafa einhver áhrif út önnina, alveg klárlega og jafn vel lengur,“ segir Sigurbjörn Árni. Um hundrað nemendur eru í skólanum, sem er heimavistarskóli, samfélagið sem fyrr segir lítið, en þétt. „Við bara höldum mjög þétt utan um hvert annað og styðjum hvert annað. Syrgjum saman og aðstoðum eins og best verður á kosið.“
Framhaldsskólar Þingeyjarsveit Samgönguslys Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13
Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01
Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48