Starfsmannalög gilda um ríkisendurskoðanda, óháð þrískiptingu ríkisvaldsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2022 07:11 Í minnisblaðinu segir að líta beri á samþykki Skúla Eggerts um flutning í embætti ráðuneytisstjóra í Stjórnarráði Íslands sem ósk um starfslok sem ríkisendurskoðandi. Vísir Ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins taka til embættis ríkisendurskoðanda og til starfsmanna ríkisins almennt, án tillits til þess geira ríkisvalds sem þeir starfa í þjónustu fyrir. Þetta segir í minnisblaði skristofu Alþingis til forseta Alþingis, þar sem fjallað er um þá gagnrýni sem fram hefur komið á flutningi Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Gagnrýnin byggist meðal annars á því að ákvæði fyrrnefndra starfsmannalaga um flutning embættismanna eigi ekki við um ríkisendurskoðanda, sem sé kosinn af Alþingi, og flutningur hans samræmist ekki sjónarmiðum um þrískiptingu ríkisvaldsins. „Í minnisblaði þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort almennt sé heppilegt að embættismaður sem kjörinn er af Alþingi til þess að gegna trúnaðarstörfum á þess vegum sé fluttur í embætti er heyrir undir ráðherra að skipa í,“ segir í minnisblaðinu. Hins vegar taki starfsmannalög til ríkisendurskoðanda og einstök ákvæði þeirra séu ekki undanskilin þegar hann á í hlut. „Starfsmannalög geyma almenn ákvæði og ganga sérákvæði laga um ríkisendurskoðanda því framar hvað varðar kosningu ríkisendurskoðanda í stað skipunar hans líkt og almennt er kveðið á um með embættismenn sem skipaðir eru af ráðherra,“ segir í minnisblaðinu. Heimild til að flytja Skúla Eggert á milli embætta byggi á 36. grein starfsmannalaga um heimild til að flytja starfsmenn á milli en tilgangur heimildarinnar sé að auka hreyfanleika embættismanna. Heimildin taki jafnt til flutnings í almennt starf eða embætti og byggi á samþykki eða ósk hlutaðeigandi embættismanns. „Loks ber að líta á samþykki Skúla Eggerts um flutning í embætti ráðuneytisstjóra í Stjórnarráði Íslands sem ósk um starfslok með sambærilegum hætti og þegar embættismaður biðst lausnar frá embætti sínu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þetta segir í minnisblaði skristofu Alþingis til forseta Alþingis, þar sem fjallað er um þá gagnrýni sem fram hefur komið á flutningi Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Gagnrýnin byggist meðal annars á því að ákvæði fyrrnefndra starfsmannalaga um flutning embættismanna eigi ekki við um ríkisendurskoðanda, sem sé kosinn af Alþingi, og flutningur hans samræmist ekki sjónarmiðum um þrískiptingu ríkisvaldsins. „Í minnisblaði þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort almennt sé heppilegt að embættismaður sem kjörinn er af Alþingi til þess að gegna trúnaðarstörfum á þess vegum sé fluttur í embætti er heyrir undir ráðherra að skipa í,“ segir í minnisblaðinu. Hins vegar taki starfsmannalög til ríkisendurskoðanda og einstök ákvæði þeirra séu ekki undanskilin þegar hann á í hlut. „Starfsmannalög geyma almenn ákvæði og ganga sérákvæði laga um ríkisendurskoðanda því framar hvað varðar kosningu ríkisendurskoðanda í stað skipunar hans líkt og almennt er kveðið á um með embættismenn sem skipaðir eru af ráðherra,“ segir í minnisblaðinu. Heimild til að flytja Skúla Eggert á milli embætta byggi á 36. grein starfsmannalaga um heimild til að flytja starfsmenn á milli en tilgangur heimildarinnar sé að auka hreyfanleika embættismanna. Heimildin taki jafnt til flutnings í almennt starf eða embætti og byggi á samþykki eða ósk hlutaðeigandi embættismanns. „Loks ber að líta á samþykki Skúla Eggerts um flutning í embætti ráðuneytisstjóra í Stjórnarráði Íslands sem ósk um starfslok með sambærilegum hætti og þegar embættismaður biðst lausnar frá embætti sínu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira