Engir íslenskir ráðamenn halda utan vegna Vetrarólympíuleikanna Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 06:24 Vetrarólympíuleikarnir verða settir á morgun og standa til 20. febrúar. Getty Engir íslenskir ráðamenn mun fara frá Íslandi til þess að sækja Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína sem hefjast á morgun og standa til 20. febrúar. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að það sé „meðal annars vegna þess að snemma [hafi legið] fyrir að slíkt ferðalag myndi fela í sér mikinn tilkostnað og umstang sökum strangra sóttvarnarkrafna í Kína.“ Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Peking, mun sækja opnunarviðburði Vetrarólympíuleikanna og Vetrarólympíumóts fatlaðra. Nokkur ríki hafa tilkynnt að þau muni ekki senda neina opinbera sendinefnd á leikana vegna stöðu mannréttindamála í Kína. Þannig tilkynntu bandarísk stjórnvöld í desember að engin sendinefnd á vegum Bandaríkjastjórnar myndi sækja leikana. Sömu sögu er að segja af stjórnvöldum í Ástralíu, Bretlandi og Kanada. Fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum að þessu sinni – þrír í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. Keppendur Íslands í Peking: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Utanríkismál Kína Tengdar fréttir Allir íslensku keppendurnir á ÓL fá gefins Samsung síma Íslenska keppnisfólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking er farið að mæta á keppnisvæðið og það er óhætt að tekið hafi vel á móti þeim. 1. febrúar 2022 16:30 Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. 21. janúar 2022 12:34 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að það sé „meðal annars vegna þess að snemma [hafi legið] fyrir að slíkt ferðalag myndi fela í sér mikinn tilkostnað og umstang sökum strangra sóttvarnarkrafna í Kína.“ Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Peking, mun sækja opnunarviðburði Vetrarólympíuleikanna og Vetrarólympíumóts fatlaðra. Nokkur ríki hafa tilkynnt að þau muni ekki senda neina opinbera sendinefnd á leikana vegna stöðu mannréttindamála í Kína. Þannig tilkynntu bandarísk stjórnvöld í desember að engin sendinefnd á vegum Bandaríkjastjórnar myndi sækja leikana. Sömu sögu er að segja af stjórnvöldum í Ástralíu, Bretlandi og Kanada. Fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum að þessu sinni – þrír í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. Keppendur Íslands í Peking: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Utanríkismál Kína Tengdar fréttir Allir íslensku keppendurnir á ÓL fá gefins Samsung síma Íslenska keppnisfólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking er farið að mæta á keppnisvæðið og það er óhætt að tekið hafi vel á móti þeim. 1. febrúar 2022 16:30 Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. 21. janúar 2022 12:34 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Allir íslensku keppendurnir á ÓL fá gefins Samsung síma Íslenska keppnisfólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking er farið að mæta á keppnisvæðið og það er óhætt að tekið hafi vel á móti þeim. 1. febrúar 2022 16:30
Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. 21. janúar 2022 12:34