Sport

Allir íslensku keppendurnir á ÓL fá gefins Samsung síma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristrún Guðnadóttir, Isak Stianson Pedersen og Snorri Einarsson með símana sína.
Kristrún Guðnadóttir, Isak Stianson Pedersen og Snorri Einarsson með símana sína. isiiceland

Íslenska keppnisfólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking er farið að mæta á keppnisvæðið og það er óhætt að tekið hafi vel á móti þeim.

Ísland sendir fimm keppendur til leiks í Kína en leikarnir hefjast á föstudaginn og standa til 20. febrúar.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá því að miðli sínum að allir keppendur á Vetrarólympíuleikunum fá veglega gjöf frá Samsung eða sérstaka Ólympíuútgáfu af Galaxy Z Flip 3 5G símanum. Hér fyrir neðan má sjá keppendur Íslands í skíðagöngu með símana.

Þetta eru þau Kristrún Guðnadóttir, Isak Stianson Pedersen og Snorri Einarsson sem öll keppa í skíðagöngu en að auki munu þau Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Sturla Snær Snorrason keppa í alpagreinum.

Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) fékk Ísland úthlutað kvóta fyrir einn keppanda í alpagreinum karla, einn keppanda í alpagreinum kvenna, einn keppanda í skíðagöngu kvenna og tvo keppendur í skíðagöngu karla. Ísland nýtti þann kvóta að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×