Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2022 16:45 Skúli Magnússon Umboðsmaður Alþingis telur að fara þurfi í saumana á skipan þeirra Skúla Eggerts Þórðarsonar og Ásdísar Höllu Bragadóttur sem nýrra ráðuneytisstjóra þeirra Lilju D. Alfreðsdóttur og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. Annars vegar er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra beðinn um skýringar á tímabundinni setningu ráðuneytisstjóra og hins vegar er ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra spurður um skipun ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður hlýtur að spyja Vísir greindi frá efni ræðu Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns á Alþingi nú fyrr í dag þar sem hann taldi einsýnt að með því að skipa Skúla Eggert Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðanda ráðuneytisstjóra gengi Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra í berhögg við þrískiptingu ríkisvaldsins. Hann efaðist um lögmæti þessa. Eins og lætur nærri var Umboðsmaður búinn að senda bréfin til ráðuneytanna áður en Jóhann Páll tók málið upp á þingi. Skúli segir í samtali við Vísi að það hljóti að teljast eðlilegt, við þessar aðstæður þar sem annars vegar er verið að skipa og flytja til í embætti ráðuneytisstjóra og hins vegar tímabundið verið að setja ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti, að hann spyrjist fyrir. „Hver svo sem niðurstaða málsins verður. Ég held að þessi atvik séu einfaldlega þess eðlis að Umboðsmaður væri ekki að vinna sína vinnu ef hann spyrði ekki stjórnvöld hvernig þetta samræmist þeim lögum sem Alþingi hefur sett um skipan embættismanna og ætlar stjórnvöldum að fara eftir,“ segir Skúli. Um annað stjórnvald að ræða Í fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis er tíundað efni fréttar stjórnarráðsins, þar sem greint var frá skipun ráðuneytisstjóra nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis, kom fram að ákvörðunin væri reist ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem kveðið er á um heimildir til flutnings embættismanna ríkisins milli embætta. „Í bréfi umboðsmanns til ráðherrans er rakið að í heimildinni felist að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi,“ segir í tilkynningu Umboðsmanns Alþingis. En á síðu Umboðsmanns má sjá bréfin í heild sinni. Ásdís Halla og Skúli Eggert nýskipaðir ráðuneytisstjórar. Umboðsmanni Alþingis þykir ástæða til að spyrjast fyrir um hvernig skipan þeirra er til komin og í pottinn búin. Þá bendir Umboðsmaður á að Alþingi hafi kosið ráðuneytisstjórann í embætti ríkisendurskoðanda árið 2018 og heyri hann samkvæmt lögum undir það og sé sjálfstæður og engum háður í störfum sínum. Var starfið auglýst? „Óskað er eftir skýringum á því á hvaða lagagrundvelli ákvörðun um skipunina, án auglýsingar, sé reist. Hafi það verið gert á grundvelli áðurnefnds ákvæðis um flutning embættismanna milli embætta er spurt um hvaða forsendur og lagasjónarmið bjuggu þar að baki.“ Í bréfi umboðsmanns til ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar segir meðal annars að í ljósi þess að verið sé að setja á fót nýtt ráðuneyti verði ekki annað ráðið en að um nýtt embætti sé að ræða. „Því spyr hann hvort það hafi verið auglýst laust til umsóknar og ef ekki þá biður hann um skýringar á því á hvaða lagagrundvelli það hafi verið gert.“ Ráðherrarnir eru beðnir um svör fyrir 12. þessa mánaðar. Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Annars vegar er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra beðinn um skýringar á tímabundinni setningu ráðuneytisstjóra og hins vegar er ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra spurður um skipun ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður hlýtur að spyja Vísir greindi frá efni ræðu Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns á Alþingi nú fyrr í dag þar sem hann taldi einsýnt að með því að skipa Skúla Eggert Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðanda ráðuneytisstjóra gengi Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra í berhögg við þrískiptingu ríkisvaldsins. Hann efaðist um lögmæti þessa. Eins og lætur nærri var Umboðsmaður búinn að senda bréfin til ráðuneytanna áður en Jóhann Páll tók málið upp á þingi. Skúli segir í samtali við Vísi að það hljóti að teljast eðlilegt, við þessar aðstæður þar sem annars vegar er verið að skipa og flytja til í embætti ráðuneytisstjóra og hins vegar tímabundið verið að setja ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti, að hann spyrjist fyrir. „Hver svo sem niðurstaða málsins verður. Ég held að þessi atvik séu einfaldlega þess eðlis að Umboðsmaður væri ekki að vinna sína vinnu ef hann spyrði ekki stjórnvöld hvernig þetta samræmist þeim lögum sem Alþingi hefur sett um skipan embættismanna og ætlar stjórnvöldum að fara eftir,“ segir Skúli. Um annað stjórnvald að ræða Í fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis er tíundað efni fréttar stjórnarráðsins, þar sem greint var frá skipun ráðuneytisstjóra nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis, kom fram að ákvörðunin væri reist ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem kveðið er á um heimildir til flutnings embættismanna ríkisins milli embætta. „Í bréfi umboðsmanns til ráðherrans er rakið að í heimildinni felist að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi,“ segir í tilkynningu Umboðsmanns Alþingis. En á síðu Umboðsmanns má sjá bréfin í heild sinni. Ásdís Halla og Skúli Eggert nýskipaðir ráðuneytisstjórar. Umboðsmanni Alþingis þykir ástæða til að spyrjast fyrir um hvernig skipan þeirra er til komin og í pottinn búin. Þá bendir Umboðsmaður á að Alþingi hafi kosið ráðuneytisstjórann í embætti ríkisendurskoðanda árið 2018 og heyri hann samkvæmt lögum undir það og sé sjálfstæður og engum háður í störfum sínum. Var starfið auglýst? „Óskað er eftir skýringum á því á hvaða lagagrundvelli ákvörðun um skipunina, án auglýsingar, sé reist. Hafi það verið gert á grundvelli áðurnefnds ákvæðis um flutning embættismanna milli embætta er spurt um hvaða forsendur og lagasjónarmið bjuggu þar að baki.“ Í bréfi umboðsmanns til ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar segir meðal annars að í ljósi þess að verið sé að setja á fót nýtt ráðuneyti verði ekki annað ráðið en að um nýtt embætti sé að ræða. „Því spyr hann hvort það hafi verið auglýst laust til umsóknar og ef ekki þá biður hann um skýringar á því á hvaða lagagrundvelli það hafi verið gert.“ Ráðherrarnir eru beðnir um svör fyrir 12. þessa mánaðar.
Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29
Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02