Egill Þór fyrstur Íslendinga í nýja hátæknimeðferð við krabbameini Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2022 12:24 Egill Þór. Baráttan við krabbameinið hefur verið erfið, æxlið hefur verið illskeytt og stækkað ört. Hann mun nú gangast undir flókna hátæknimeðferð í Lundi í Svíþjóð en læknar vonast til að það muni leiða ráða niðurlögum meinsins. Sjálfstæðisflokkurinn Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur undanfarnar vikur og mánuði háð baráttu við eitilfrumukrabbamein. Hann er nú staddur í Lundi í Svíþjóð og mun fyrstur Íslendinga gangast undir nýja hátæknimeðferð við „aggresívu“ krabbameini. Egill Þór, sem er fæddur 1990, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en Vísir hefur áður greint frá baráttu Egils Þórs. Erfið barátta því meinið er illskeytt Egill Þór er með fjölskyldu sinni í Lundi en hann segir að síðustu vikur hafi reynst sér erfiðar bæði líkamlega sem andlega þar sem líkaminn hefur ekki verið að svara lyfjameðferð eins og vonast var, eftir að krabbameinið tók sig upp aftur. Egill Þór er kominn til Svíþjóðar en þarna er hann fyrir framan sjúkrahúsið í Lundi. „Í stuttu máli þá hef ég verið mjög lasinn og í óvissu hvernig framhaldið yrði, æxlið er jú mjög aggresívt og stækkar hratt þegar það svarar ekki lyfjum.“ Egill segir, í samtali við Vísi, þessa baráttu hafa verið sveiflukennda. „Fyrst þegar ég fór í meðferð þá gekk allt eftir bókinni og ég útskrifaðist eftir 4 lyfjameðferðir. Stuttu seinna fóru hins vegar einkennin öll að koma aftur og núna hefur þetta ekki verið jafn auðvelt að ná þessu niður. Þannig að það endar með því að ég var sendur hingað til Svíþjóðar.“ Afar flókin meðferð Og nú hefur verið ákveðið að senda Egil, fyrstan Íslendinga, í nýja hátæknimeðferð á sjúkrahúsinu í Lundi. „Meðferðin er flókin en gengur út á að frumur eru teknar úr mér, þeim erfðabreytt, dælt svo aftur inn í mig nokkrum vikum síðar í von um að þær ráðist á æxlið og drepi það fyrir fullt og allt. Þetta telja sérfræðilæknar að séu bestu líkur á lækningu. Við erum því bæði þakklát og bjartsýn á að þetta skili góðri niðurstöðu að lokum,“ segir Egill. Hann segir að meðferðin heiti car-t cell og að sögn læknanna gefur hún bestar líkur á bata. „Ég hef aldrei spurt út í prósentur á lækningu eða öðru, það er eitthvað sem ég persónulega vill ekki vita hreint út. Spítalinn hér í Lundi tók 13 manns að ég held í þessa meðferð, allt síðasta ár þannig þessi tækni er mjög ný en þó ekki á tilraunastigi.“ Heilbrigðismál Svíþjóð Íslendingar erlendis Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Egill Þór, sem er fæddur 1990, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en Vísir hefur áður greint frá baráttu Egils Þórs. Erfið barátta því meinið er illskeytt Egill Þór er með fjölskyldu sinni í Lundi en hann segir að síðustu vikur hafi reynst sér erfiðar bæði líkamlega sem andlega þar sem líkaminn hefur ekki verið að svara lyfjameðferð eins og vonast var, eftir að krabbameinið tók sig upp aftur. Egill Þór er kominn til Svíþjóðar en þarna er hann fyrir framan sjúkrahúsið í Lundi. „Í stuttu máli þá hef ég verið mjög lasinn og í óvissu hvernig framhaldið yrði, æxlið er jú mjög aggresívt og stækkar hratt þegar það svarar ekki lyfjum.“ Egill segir, í samtali við Vísi, þessa baráttu hafa verið sveiflukennda. „Fyrst þegar ég fór í meðferð þá gekk allt eftir bókinni og ég útskrifaðist eftir 4 lyfjameðferðir. Stuttu seinna fóru hins vegar einkennin öll að koma aftur og núna hefur þetta ekki verið jafn auðvelt að ná þessu niður. Þannig að það endar með því að ég var sendur hingað til Svíþjóðar.“ Afar flókin meðferð Og nú hefur verið ákveðið að senda Egil, fyrstan Íslendinga, í nýja hátæknimeðferð á sjúkrahúsinu í Lundi. „Meðferðin er flókin en gengur út á að frumur eru teknar úr mér, þeim erfðabreytt, dælt svo aftur inn í mig nokkrum vikum síðar í von um að þær ráðist á æxlið og drepi það fyrir fullt og allt. Þetta telja sérfræðilæknar að séu bestu líkur á lækningu. Við erum því bæði þakklát og bjartsýn á að þetta skili góðri niðurstöðu að lokum,“ segir Egill. Hann segir að meðferðin heiti car-t cell og að sögn læknanna gefur hún bestar líkur á bata. „Ég hef aldrei spurt út í prósentur á lækningu eða öðru, það er eitthvað sem ég persónulega vill ekki vita hreint út. Spítalinn hér í Lundi tók 13 manns að ég held í þessa meðferð, allt síðasta ár þannig þessi tækni er mjög ný en þó ekki á tilraunastigi.“
Heilbrigðismál Svíþjóð Íslendingar erlendis Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira