Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 14:42 Rafmagnslínum Orkubús Vestfjarða hefur slegið út í dag og ganga norðan- og sunnanverðir Vestfirðir á varaaflsvélum. Vísir/Egill Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. Þetta segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða en verið er að vinna að því að koma rafmagni á alla notendur. Þar segir að Vesturlína hafi slegið út um klukkan hálf tvö og að Bíldudalslína hafi ekki tollið í framhaldinu. Þá hafi Mjólkárlína Landsnets, sem liggur milli geiradals og Mjólkárvirkjunar, leyst út á sama tíma. Vonskuveður gengur nú yfir vestanvert landið með éljum og hríð. Samgöngur hafa raskast, sérstaklega á fjallvegum og fólk hefur verið varað við því að einstaklega slæm færð er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Vegagerðin varar við því að loka gæti þurft Öxnadalsheiði með stuttum fyrirvara. Athugið: Súðavíkurhlíð lokar kl 15:00 vegna snjóflóðahættu. Öxnadalsheiði er komin á óvissustig og gæti lokast tímabundið með stuttum fyrirvara vegna veðurs. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 30, 2022 Snjóflóð hefur fallið í Bjarnadal í norðanverðri Gemlufallsheiði og lokað þar vegi. Þá verður Súðavíkurhlíð lokað af öryggisástæðum vegna veðurs klukkan 15. Innanlandsflug til og frá Ísafirði hefur þá verið fellt niður í dag vegna veðurs. Sömuleiðis hefur Strætó fellt niður ferðir á milli Hafnar og Reykjavíkur í dag. Þá féll ferð Strætó frá Akureyri í Borgarnes í morgun niður og strætó á leið frá Reykjavík til Akureyrar fór ekki lengra en í Borgarnes vegna veðurs. Ferðir á milli Reykjavíkur og Akureyrar seinni partinn eru í skoðun. Veður Samgöngur Orkumál Tengdar fréttir Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða en verið er að vinna að því að koma rafmagni á alla notendur. Þar segir að Vesturlína hafi slegið út um klukkan hálf tvö og að Bíldudalslína hafi ekki tollið í framhaldinu. Þá hafi Mjólkárlína Landsnets, sem liggur milli geiradals og Mjólkárvirkjunar, leyst út á sama tíma. Vonskuveður gengur nú yfir vestanvert landið með éljum og hríð. Samgöngur hafa raskast, sérstaklega á fjallvegum og fólk hefur verið varað við því að einstaklega slæm færð er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Vegagerðin varar við því að loka gæti þurft Öxnadalsheiði með stuttum fyrirvara. Athugið: Súðavíkurhlíð lokar kl 15:00 vegna snjóflóðahættu. Öxnadalsheiði er komin á óvissustig og gæti lokast tímabundið með stuttum fyrirvara vegna veðurs. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 30, 2022 Snjóflóð hefur fallið í Bjarnadal í norðanverðri Gemlufallsheiði og lokað þar vegi. Þá verður Súðavíkurhlíð lokað af öryggisástæðum vegna veðurs klukkan 15. Innanlandsflug til og frá Ísafirði hefur þá verið fellt niður í dag vegna veðurs. Sömuleiðis hefur Strætó fellt niður ferðir á milli Hafnar og Reykjavíkur í dag. Þá féll ferð Strætó frá Akureyri í Borgarnes í morgun niður og strætó á leið frá Reykjavík til Akureyrar fór ekki lengra en í Borgarnes vegna veðurs. Ferðir á milli Reykjavíkur og Akureyrar seinni partinn eru í skoðun.
Veður Samgöngur Orkumál Tengdar fréttir Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26