Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Snorri Másson skrifar 30. janúar 2022 22:30 Gunnar Ásgrímsson og Róbert Smári Gunnarsson hafa verið viðfangsefni gríns hjá Íslendingum allar götur síðan þeir fóru í afdrifaríkt viðtal sem rosalega ungir Framsóknarmenn á Sauðárkróki árið 2014. N4/Vísir Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. Það eru tæp átta ár síðan Gunnar Ásgrímsson og Róbert Smári Gunnarsson slógu í gegn í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. Þeir eru báðir frá Sauðárkróki en búa nú í Reykjavík, þar sem Gunnar er í kennaranámi og Róbert í fjarnámi í stjórnun ferðaþjónustu. Strákarnir eru enn bestu vinir. „Reglulega þegar maður fer á TikTok sér maður sjálfan sig,“ segir Gunnar, sem hefur verið tekinn ívið meira fyrir af gárungunum en Róbert. Róbert veit af hverju. „Hann átti náttúrulega hverja línu á fætur annarri þarna, bæði kakan og svo bænin.“ „Góð auglýsing fyrir smokka“ „Við erum náttúrulega ekki nógu gamlir til að fara í unga Framsóknarmenn sem er 16 ára og eldri, þannig að við ákváðum að hafa þetta rosalega ungir Framsóknarmenn,“ sagði Gunnar Ásgrímsson, þrettán ára. Í athugasemdum við myndbandið eru sumir beinlínis hneykslaðir á hegðun unglinganna. „Af hverju eru þessar fertugu konur að þykjast vera grunnskólanemar?“ spyr einn. „Væri góð auglýsing fyrir smokka,“ skrifar annar. Fyrir utan pólitískan eldmóð, vöktu kakan og bænin sérstaka athygli. Kakan: Salthnetur og karamella, „skemmtileg og góð kaka“ eins og maðurinn sagði. Við smökkum eins köku í innslaginu hér að ofan. Bænin: „Takk fyrir ömmu, takk fyrir pabba og mömmu, Ísland og hreina vatnið, og takk fyrir að Framsókn sé í ríkisstjórn.“ En er það heppni að Framsókn sé í stjórn, spyr spyrillinn þá, María Björn Ingvadóttir. Svarið: „Ja, ekki beint heppni, heldur bara... sjálfsagt.“ Framsókn er enn í ríkisstjórn í dag og í því ljósi bendir Gunnar á hið augljósa, að bænin sé sígild. Sá ljósið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn Átta ár eru langur tími í pólitík. Róbert Smári hefur, líkt og faðir sinn Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra haft flokkaskipti frá því að viðtalið var tekið. En í tilfelli sonarins varð Miðflokkurinn ekki fyrir valinu heldur Sjálfstæðisflokkur. „Ætli maður hafi ekki bara séð ljósið. Það er svona þegar maður er alinn upp við eitthvað og svo þroskast maður,“ segir Róbert. Gunnar er svekktur: „Ég segi það nú um marga vini mína að þeir halda margir að þeir séu sjálfstæðismenn. En það er ekki meira en það. Þetta hefur engin áhrif á vinskapinn. Svo er ég kannski bara enn þá í afneitun um að hann sé farinn yfir.“ Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Það eru tæp átta ár síðan Gunnar Ásgrímsson og Róbert Smári Gunnarsson slógu í gegn í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. Þeir eru báðir frá Sauðárkróki en búa nú í Reykjavík, þar sem Gunnar er í kennaranámi og Róbert í fjarnámi í stjórnun ferðaþjónustu. Strákarnir eru enn bestu vinir. „Reglulega þegar maður fer á TikTok sér maður sjálfan sig,“ segir Gunnar, sem hefur verið tekinn ívið meira fyrir af gárungunum en Róbert. Róbert veit af hverju. „Hann átti náttúrulega hverja línu á fætur annarri þarna, bæði kakan og svo bænin.“ „Góð auglýsing fyrir smokka“ „Við erum náttúrulega ekki nógu gamlir til að fara í unga Framsóknarmenn sem er 16 ára og eldri, þannig að við ákváðum að hafa þetta rosalega ungir Framsóknarmenn,“ sagði Gunnar Ásgrímsson, þrettán ára. Í athugasemdum við myndbandið eru sumir beinlínis hneykslaðir á hegðun unglinganna. „Af hverju eru þessar fertugu konur að þykjast vera grunnskólanemar?“ spyr einn. „Væri góð auglýsing fyrir smokka,“ skrifar annar. Fyrir utan pólitískan eldmóð, vöktu kakan og bænin sérstaka athygli. Kakan: Salthnetur og karamella, „skemmtileg og góð kaka“ eins og maðurinn sagði. Við smökkum eins köku í innslaginu hér að ofan. Bænin: „Takk fyrir ömmu, takk fyrir pabba og mömmu, Ísland og hreina vatnið, og takk fyrir að Framsókn sé í ríkisstjórn.“ En er það heppni að Framsókn sé í stjórn, spyr spyrillinn þá, María Björn Ingvadóttir. Svarið: „Ja, ekki beint heppni, heldur bara... sjálfsagt.“ Framsókn er enn í ríkisstjórn í dag og í því ljósi bendir Gunnar á hið augljósa, að bænin sé sígild. Sá ljósið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn Átta ár eru langur tími í pólitík. Róbert Smári hefur, líkt og faðir sinn Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra haft flokkaskipti frá því að viðtalið var tekið. En í tilfelli sonarins varð Miðflokkurinn ekki fyrir valinu heldur Sjálfstæðisflokkur. „Ætli maður hafi ekki bara séð ljósið. Það er svona þegar maður er alinn upp við eitthvað og svo þroskast maður,“ segir Róbert. Gunnar er svekktur: „Ég segi það nú um marga vini mína að þeir halda margir að þeir séu sjálfstæðismenn. En það er ekki meira en það. Þetta hefur engin áhrif á vinskapinn. Svo er ég kannski bara enn þá í afneitun um að hann sé farinn yfir.“
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda