Uppfært: Búið er að opna heiðina en þar er enn snjóþekja og skafrenningur. Upprunaleg frétt fylgir.
Vegagerðin hefur nú lokað heiðinni og lögregla er á leið á vettvang vegna óhappsins.
Starfsmenn Vegagerðarinnar eru þá staddir á heiðinni til að meta aðstæður en ekki er víst hvenær hægt verður að opna heiðina aftur.
Snjóþekja er á heiðinni og skafrenningur og 14 til 17 m/s auk þess er sex stiga frost.