„Þetta er auðvitað mikil breyting“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2022 12:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðgerðaráætlun í átt að afléttingu allra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins séu mikil breyting fyrir samfélagið. Hún vonast til þess að hægt verði að fylgja öllum skrefum áætlunarinnar þannig að öllu verði hér aflétt um miðjan mars-mánuð. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Katrínar er hún ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann að loknum fréttamannafundi þar sem fyrstu skref í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða voru kynnt, en nánar má lesa um þau hér. „Þetta er auðvitað mikil breyting en um leið mjög varfærin breyting. Það skiptir máli að við séum að taka þessu öruggu en varfærnu skref,“ sagði Katrín. Stefnt er að því að aflétting aðgerða fari fram í þremur skrefum og tekur fyrsta skrefið gildi á miðnætti. Þá mega fimmtíu koma saman auk ýmissa annarra ráðstafana. Í ljósi þess hversu margir greinast með Covid-19 á hverjum degi hér á landi reiknar Katrín með að næstu vikur geti orðið strembnar. „Þetta er auðvitað ótrulegur fjöldi sem er að smitast á hverjum degi og það er auðvitað áskorun fyrir stofnanir samfélagsins, sagði Katrín og bætti við að á næstu vikum gætu reynst snúnar fyrir skóla, opinberar stofnanir og atvinnulífið ef margir þurfa að fara í einangrun.“ Þær aðgerðir sem taka gildi á miðnætti gilda í um þrjár vikur og ef allt gengur vel mun næsta skref verða stigið í átt að fullri afléttingu, og verða samkomutakmarkanir rýmkaðar enn frekar. Þó með þeim fyrirvara að allt gangi vel en Katrín sagði að með því að kynna fyrstu aðgerðir í dag væri enn svigrúm til að grípa í bremsuna þróist faraldurinn í verri átt en reiknað er með í dag. „Okkar fannst rétt að taka ákvörðun um fyrsta skrefið en að við munum miða við þessa afléttingaráætlun og ef allt gengur vel þá munum við fylgja henni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Katrínar er hún ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann að loknum fréttamannafundi þar sem fyrstu skref í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða voru kynnt, en nánar má lesa um þau hér. „Þetta er auðvitað mikil breyting en um leið mjög varfærin breyting. Það skiptir máli að við séum að taka þessu öruggu en varfærnu skref,“ sagði Katrín. Stefnt er að því að aflétting aðgerða fari fram í þremur skrefum og tekur fyrsta skrefið gildi á miðnætti. Þá mega fimmtíu koma saman auk ýmissa annarra ráðstafana. Í ljósi þess hversu margir greinast með Covid-19 á hverjum degi hér á landi reiknar Katrín með að næstu vikur geti orðið strembnar. „Þetta er auðvitað ótrulegur fjöldi sem er að smitast á hverjum degi og það er auðvitað áskorun fyrir stofnanir samfélagsins, sagði Katrín og bætti við að á næstu vikum gætu reynst snúnar fyrir skóla, opinberar stofnanir og atvinnulífið ef margir þurfa að fara í einangrun.“ Þær aðgerðir sem taka gildi á miðnætti gilda í um þrjár vikur og ef allt gengur vel mun næsta skref verða stigið í átt að fullri afléttingu, og verða samkomutakmarkanir rýmkaðar enn frekar. Þó með þeim fyrirvara að allt gangi vel en Katrín sagði að með því að kynna fyrstu aðgerðir í dag væri enn svigrúm til að grípa í bremsuna þróist faraldurinn í verri átt en reiknað er með í dag. „Okkar fannst rétt að taka ákvörðun um fyrsta skrefið en að við munum miða við þessa afléttingaráætlun og ef allt gengur vel þá munum við fylgja henni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira