Lífið

Björk sló í gegn í Los Angeles

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Tónlistarkonan Björk sló í gegn á tónleikum í Los Angeles í gær.
Tónlistarkonan Björk sló í gegn á tónleikum í Los Angeles í gær. Santiago Felipe

Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco.

Á tónleikunum klæddist Björk grænum og hvítum samfesting eftir japanska hönnuðinn Kei Ninomiya, ásamt silfurlitaðri grímu eftir hönnuðinn James Merry. Stílisti Bjarkar er hin íslenska Edda Guðmundsdóttir, sem hefur stíliserað hverja stórstjörnuna á eftir annarri.

Ásamt Björk komu fram flautuhópurinn viibra, bandaríski tónlistarmaðurinn Serpentwithfeet og Tonality kórinn.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Serpentwithfeet kom fram á tónleikunum.Santiago Felipe
Tónleikagestir voru í skýjunum.Santiago Felipe

Ný plata væntanleg

Ljóst er að tónleikarnir voru mikið sjónarspil en af viðbrögðum á samfélagsmiðlum að dæma voru tónleikagestir í skýjunum.

Aðdáendur hafa beðið með eftirvæntingu eftir nýrri tónlist frá söngkonunni. Hún tilkynnti þó nýlega að hún væri að leggja lokahönd á nýja plötu sem hún vonast til að geta gefið út nú í sumar.


Tengdar fréttir

Björk hélt sína fyrstu tón­leika á Ís­landi í þrjú ár

Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×