Frikki tilkynnti á samfélagsmiðlum um komu dóttur sinnar og er fjölskyldan þá orðin fimm manna en fyrir eiga hjónin dæturnar Ásthildi og Úlfhildi. Friðrik lét stórtíðindin ekki stoppa þar heldur tilkynnti hann einnig væntanlega plötu sína sem ber heitið DÆTUR og mun koma út á miðnætti í kvöld.
Hann hefur ekki þurft að leita lengra en til ríkidæmisins sem hjónin eiga til þess að fá innblástur að nafni plötunnar. Hún inniheldur níu lög og fékk elsta dóttir þeirra að taka þátt í sköpunarferlinu og skrifa titilinn DÆTUR á plötuna.