Lífið

Frikki Dór og Lísa eiga von á þriðja barninu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lísa, Frikki Dór og Ásthildur spennt á leið á frumsýningu söngleiksins Hlið við hlið á dögunum.
Lísa, Frikki Dór og Ásthildur spennt á leið á frumsýningu söngleiksins Hlið við hlið á dögunum. Vísir/Elín Guðmunds

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir eiginkona hans eiga von á barni. Eiga þau von á stúlku en fyrir eiga þau dæturnar Ásthildi og Úlfhildi. 

Parið staðfesti gleðifréttirnar á samfélagsmiðlum í gær. Lísa deildi myndum á Instagram þar sem mátti sjá fallega kúlu hennar. 

Fjölskyldan ljómaði á frumsýningu Hlið við hlið í Gamlabíó á dögunum, en söngleikurinn er byggður á lögum söngvarans. Ásthildur eldri dóttir þeirra var með þeim á sýningunni. 

Frikki Dór og Lísa giftu sig á Ítalíu í ágúst árið 2018. 


Tengdar fréttir

Frikki Dór syngur brot úr nýju óútgefnu lagi

Hlið við hlið, söngleikur byggður á lögum Friðriks Dórs Jónssonar er kominn svið í Gamla bíói og er þegar byrjaður að gera allt tryllt. Ísland í dag kíkti á æfingu hjá hópnum og hitti meðal annars leikstjórann, leikhópinn og Frikka Dór sjálfan.

„Ég segi bara við allt unga fólkið heima: Let‘s go“

Söngleikurinn Hlið við hlið sem byggður er á þekktustu lögum söngvarans Friðriks Dórs verður frumsýndur í kvöld. Sýningin fer fram í Gamla bíói en Friðrik Dór mun sjá verkið lifna við á sviðinu í fyrsta sinn í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.