Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2022 08:59 Neil Young á fjölmiðlafundi fyrir styrktartónleikanna Farm Aid 34 árið 2019. Getty/Gary Miller Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. Hlaðvarpið The Joe Rogan Experience er með vinsælustu hlaðvörpum heims og greiddi Spotify 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020, eða sem jafngildir um 130 milljörðum króna, til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify. Talsmaður Spotify staðfesti í gær við The Hollywood Reporter að unnið væri að því að fjarlægja verk tónlistarstjörnunnar að ósk umboðsmanna Young. Talið er að hann gæti misst um 60% af streymistekjum sínum vegna þessa en Spotify er stærsta tónlistarveitan á heimsvísu. Rúmar sex milljónir notenda hafa hlustað á tónlist hans þar síðustu 28 daga, samkvæmt gögnum Spotify. Vonast til að bjóða hann velkominn aftur The Hollywood Reporter hefur eftir talsmanni Spotify að fyrirtækið vilji að öll tónlistarverk og hljóðefni heims sé aðgengilegt notendum sínum. Því fylgi mikil ábyrgð og starfsfólk fylgi ítarlegum viðmiðunarreglum þegar komi að því að gæta jafnvægis milli öryggis hlustenda og frelsis þeirra sem gefa út efni. Veitan hafi fjarlægt yfir tuttugu þúsund hlaðvarpsþætti sem tengist umfjöllun um Covid-19 frá því faraldurinn hófst. „Við hörmum þá ákvörðun Neil að fjarlægja tónlist sína af Spotify, en vonumst til að bjóða hann brátt velkominn aftur,“ segir talsmaðurinn. Hlaðvarpsþáttur Joe Rogan nýtur gríðarlegra vinsælda. Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vefsíðu hans á þriðjudag skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina.“ 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphafleg útgáfa gaf til kynna að búið væri að fjarlægja tónlistina á öllum mörkuðum en svo er ekki. Tónlist Bólusetningar Spotify Tengdar fréttir Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Hlaðvarpið The Joe Rogan Experience er með vinsælustu hlaðvörpum heims og greiddi Spotify 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020, eða sem jafngildir um 130 milljörðum króna, til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify. Talsmaður Spotify staðfesti í gær við The Hollywood Reporter að unnið væri að því að fjarlægja verk tónlistarstjörnunnar að ósk umboðsmanna Young. Talið er að hann gæti misst um 60% af streymistekjum sínum vegna þessa en Spotify er stærsta tónlistarveitan á heimsvísu. Rúmar sex milljónir notenda hafa hlustað á tónlist hans þar síðustu 28 daga, samkvæmt gögnum Spotify. Vonast til að bjóða hann velkominn aftur The Hollywood Reporter hefur eftir talsmanni Spotify að fyrirtækið vilji að öll tónlistarverk og hljóðefni heims sé aðgengilegt notendum sínum. Því fylgi mikil ábyrgð og starfsfólk fylgi ítarlegum viðmiðunarreglum þegar komi að því að gæta jafnvægis milli öryggis hlustenda og frelsis þeirra sem gefa út efni. Veitan hafi fjarlægt yfir tuttugu þúsund hlaðvarpsþætti sem tengist umfjöllun um Covid-19 frá því faraldurinn hófst. „Við hörmum þá ákvörðun Neil að fjarlægja tónlist sína af Spotify, en vonumst til að bjóða hann brátt velkominn aftur,“ segir talsmaðurinn. Hlaðvarpsþáttur Joe Rogan nýtur gríðarlegra vinsælda. Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vefsíðu hans á þriðjudag skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina.“ 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphafleg útgáfa gaf til kynna að búið væri að fjarlægja tónlistina á öllum mörkuðum en svo er ekki.
Tónlist Bólusetningar Spotify Tengdar fréttir Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48