Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2022 08:59 Neil Young á fjölmiðlafundi fyrir styrktartónleikanna Farm Aid 34 árið 2019. Getty/Gary Miller Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. Hlaðvarpið The Joe Rogan Experience er með vinsælustu hlaðvörpum heims og greiddi Spotify 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020, eða sem jafngildir um 130 milljörðum króna, til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify. Talsmaður Spotify staðfesti í gær við The Hollywood Reporter að unnið væri að því að fjarlægja verk tónlistarstjörnunnar að ósk umboðsmanna Young. Talið er að hann gæti misst um 60% af streymistekjum sínum vegna þessa en Spotify er stærsta tónlistarveitan á heimsvísu. Rúmar sex milljónir notenda hafa hlustað á tónlist hans þar síðustu 28 daga, samkvæmt gögnum Spotify. Vonast til að bjóða hann velkominn aftur The Hollywood Reporter hefur eftir talsmanni Spotify að fyrirtækið vilji að öll tónlistarverk og hljóðefni heims sé aðgengilegt notendum sínum. Því fylgi mikil ábyrgð og starfsfólk fylgi ítarlegum viðmiðunarreglum þegar komi að því að gæta jafnvægis milli öryggis hlustenda og frelsis þeirra sem gefa út efni. Veitan hafi fjarlægt yfir tuttugu þúsund hlaðvarpsþætti sem tengist umfjöllun um Covid-19 frá því faraldurinn hófst. „Við hörmum þá ákvörðun Neil að fjarlægja tónlist sína af Spotify, en vonumst til að bjóða hann brátt velkominn aftur,“ segir talsmaðurinn. Hlaðvarpsþáttur Joe Rogan nýtur gríðarlegra vinsælda. Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vefsíðu hans á þriðjudag skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina.“ 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphafleg útgáfa gaf til kynna að búið væri að fjarlægja tónlistina á öllum mörkuðum en svo er ekki. Tónlist Bólusetningar Spotify Tengdar fréttir Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Hlaðvarpið The Joe Rogan Experience er með vinsælustu hlaðvörpum heims og greiddi Spotify 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020, eða sem jafngildir um 130 milljörðum króna, til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify. Talsmaður Spotify staðfesti í gær við The Hollywood Reporter að unnið væri að því að fjarlægja verk tónlistarstjörnunnar að ósk umboðsmanna Young. Talið er að hann gæti misst um 60% af streymistekjum sínum vegna þessa en Spotify er stærsta tónlistarveitan á heimsvísu. Rúmar sex milljónir notenda hafa hlustað á tónlist hans þar síðustu 28 daga, samkvæmt gögnum Spotify. Vonast til að bjóða hann velkominn aftur The Hollywood Reporter hefur eftir talsmanni Spotify að fyrirtækið vilji að öll tónlistarverk og hljóðefni heims sé aðgengilegt notendum sínum. Því fylgi mikil ábyrgð og starfsfólk fylgi ítarlegum viðmiðunarreglum þegar komi að því að gæta jafnvægis milli öryggis hlustenda og frelsis þeirra sem gefa út efni. Veitan hafi fjarlægt yfir tuttugu þúsund hlaðvarpsþætti sem tengist umfjöllun um Covid-19 frá því faraldurinn hófst. „Við hörmum þá ákvörðun Neil að fjarlægja tónlist sína af Spotify, en vonumst til að bjóða hann brátt velkominn aftur,“ segir talsmaðurinn. Hlaðvarpsþáttur Joe Rogan nýtur gríðarlegra vinsælda. Í opnu bréfi sem Young skrifaði til umboðsmanns síns og útgáfufyrirtækis og birtist á vefsíðu hans á þriðjudag skrifaði tónlistarmaðurinn: „Ég geri þetta vegna þess að Spotify er að dreifa fölskum upplýsingum um bóluefni sem getur leitt til dauða hjá þeim sem trúa þessum fölsku upplýsingum. Vinsamlegast bregðist við þessu í dag og haldið mér upplýstum um tímaáætlunina.“ 270 læknar, vísindamenn og heilbrigðisstarfsmenn skrifuðu í desember bréf til Spotify og óskuðu eftir því að streymisveitan brygðist við fölskum upplýsingum sem Rogan miðlaði í þætti sínum. Var vísað til viðtals Rogan við Robert Malone veirufræðing sem kom að mRNA tækninni sem leiddi til Covid-19 bóluefnanna. Hópurinn gagnrýndi ýmsar samsæriskenningar sem Malone og Rogan héldu fram. Þeirra á meðal að sjúkrahús væru vísvitandi að flokka dauðsföll á spítölum af völdum Covid-19 og fullyrðingu Malone þess efnis að leiðtogar heimsins hefðu dáleitt almenning til að styðja bóluefni. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphafleg útgáfa gaf til kynna að búið væri að fjarlægja tónlistina á öllum mörkuðum en svo er ekki.
Tónlist Bólusetningar Spotify Tengdar fréttir Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48