Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 16:52 Frá Litla hrauni. Vísir/Vilhelm Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands. Greint var frá því á Vísi í morgun að hópsmit hefði komið upp á Litla Hrauni og þar hefði verið gripið til aðgerða. Föngum hefði ekki verið hleypt út úr klefum um tíma. Sjá einnig: Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni „Rétt eins og fyrir utan hafa aldrei fleiri greinst með Covid-19 innan fangelsismúranna og reynt hefur á þolmörk bæði fanga og fangavarða. Aðgerðir eru aftur á móti í engum takti við það sem gerist í frelsinu og segja má að afleiðingar þess séu að fæða af sér nýtt afbrigði sakamanna,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Afstöðu. Þar segir enn fremur að fangelsum hafi verið að mestu lokað fyrir inn- og útstreymi árið 2020. Fangar hafi ekki fengið heimsóknir né leyfi og börn og makar hafi þurft að halda sig fjarri. „Á sama tíma, og í stað þess að létta á fangelsunum, hefur Fangelsismálastofnun farið að beita aðferð sem kennd er við mál í kerfinu og virðist hún helst hugsuð til þess að fara eftir geðþótta lögreglunnar sem æskir þess að halda tilteknu fólki lengur í afplánun en þörf er á. Stjórn Afstöðu hefur ítrekað bent Fangelsismálastofnun á það alvarlega ástand sem skapast hefur í fangelsunum vegna hrakandi andlegri heilsu fanga. Er það helst vegna þeirrar einangrunar sem fangar hafa þurft að sæta og bætist þá ofan á þessi vanhugsaða aðferð að tefja lausn fanga eftir hentugleika lögreglunnar.“ Stjórnin segir fanga ekki fá að hafa samskipti við aðra fanga þessa dagana og þrátt fyrir að enginn sé alvarlega veikur sé þeim föngum haldið lokuðum inni í klefum án sambands við umheiminn. Sumir þeirra hafi þegar átt að hafa fengið reynslulausn. Engin ástæða sé til að halda þeim enn í fangelsi. „Stjórn Afstöðu skorar á fangelsisyfirvöld að hleypa þeim föngum sem komnir eru á reynslulausnartíma, enn með mál í kerfinu, úr fangelsi enda hafa þeir afplánað sinn dóm og bera ekki ábyrgð á löngum rannsóknartíma lögreglunnar. Fangavist þessa fólks á undanförnum mánuðum og árum hefur verið margföld á við það sem áður hefur þekkst.“ Í lok yfirlýsingarinnar þakkar Afstaða fangavörðum og öðru starfsfólki fangelsanna fyrir vinnu þeirra. Þau hafi verið undir miklu álagi og gott starf hafi verið unnið við krefjandi aðstæður. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að hópsmit hefði komið upp á Litla Hrauni og þar hefði verið gripið til aðgerða. Föngum hefði ekki verið hleypt út úr klefum um tíma. Sjá einnig: Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni „Rétt eins og fyrir utan hafa aldrei fleiri greinst með Covid-19 innan fangelsismúranna og reynt hefur á þolmörk bæði fanga og fangavarða. Aðgerðir eru aftur á móti í engum takti við það sem gerist í frelsinu og segja má að afleiðingar þess séu að fæða af sér nýtt afbrigði sakamanna,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Afstöðu. Þar segir enn fremur að fangelsum hafi verið að mestu lokað fyrir inn- og útstreymi árið 2020. Fangar hafi ekki fengið heimsóknir né leyfi og börn og makar hafi þurft að halda sig fjarri. „Á sama tíma, og í stað þess að létta á fangelsunum, hefur Fangelsismálastofnun farið að beita aðferð sem kennd er við mál í kerfinu og virðist hún helst hugsuð til þess að fara eftir geðþótta lögreglunnar sem æskir þess að halda tilteknu fólki lengur í afplánun en þörf er á. Stjórn Afstöðu hefur ítrekað bent Fangelsismálastofnun á það alvarlega ástand sem skapast hefur í fangelsunum vegna hrakandi andlegri heilsu fanga. Er það helst vegna þeirrar einangrunar sem fangar hafa þurft að sæta og bætist þá ofan á þessi vanhugsaða aðferð að tefja lausn fanga eftir hentugleika lögreglunnar.“ Stjórnin segir fanga ekki fá að hafa samskipti við aðra fanga þessa dagana og þrátt fyrir að enginn sé alvarlega veikur sé þeim föngum haldið lokuðum inni í klefum án sambands við umheiminn. Sumir þeirra hafi þegar átt að hafa fengið reynslulausn. Engin ástæða sé til að halda þeim enn í fangelsi. „Stjórn Afstöðu skorar á fangelsisyfirvöld að hleypa þeim föngum sem komnir eru á reynslulausnartíma, enn með mál í kerfinu, úr fangelsi enda hafa þeir afplánað sinn dóm og bera ekki ábyrgð á löngum rannsóknartíma lögreglunnar. Fangavist þessa fólks á undanförnum mánuðum og árum hefur verið margföld á við það sem áður hefur þekkst.“ Í lok yfirlýsingarinnar þakkar Afstaða fangavörðum og öðru starfsfólki fangelsanna fyrir vinnu þeirra. Þau hafi verið undir miklu álagi og gott starf hafi verið unnið við krefjandi aðstæður.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira