Innlent

Akur­eyrar­vél Icelandair snúið við á miðri leið vegna „tækni­legs at­riðis“

Atli Ísleifsson skrifar
Vélinni var snúið við þegar hún flaug yfir norðurenda Langjökuls. Myndin er úr safni.
Vélinni var snúið við þegar hún flaug yfir norðurenda Langjökuls. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Flugvél Icelandair, sem var á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Akureyrar í morgun, var snúið við og flogið aftur til Reykjavíkur þegar vélin var rúmlega hálfnuð á leið sinni norður.

Guðni Sigurðsson, sérfræðingur á samskiptasviði hjá Icelandair, segir að ákveðið hafi verið að snúa vélinni við vegna „tæknilegs atriðis“. Engin hætta hafi verið á ferðum en auðveldara hafi verið standa að lagfæringu í Reykjavík en á Akureyrarflugvelli og hafi því verið ákveðið að snúa við.

Vélin tók á loft á Reykjavíkurflugvelli klukkan 7:14 í morgun en snúið við klukkan 7:38 þegar hún flaug yfir norðurenda Langjökuls.

Guðni segir að nýtt flug hafi verið sett upp og farþegum verið komið í önnur flug. Þeir séu nú allir komnir til Akureyrar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×