Lífið

Garðurinn magnaði í vetrar­skrúða og fal­legar breytingar inni í húsinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva hefur verið að endurnýja heimili sitt að innan.
Eva hefur verið að endurnýja heimili sitt að innan.

Garðahönnuðurinn Eva Ósk Guðmundsdóttir fór vel í gegnum það með Völu Matt síðasta sumar hvernig hún tók garðinn fyrir utan einbýlishús sitt í gegn alveg frá a-ö.

Mögnuð hönnun, útieldhús, bar og arinn úti í garði.

Eva er einn vinsælasti garðahönnuður landsins en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær sýndi hún garðinn í vetrarskrúða.

Pallar þekja allan garðinn og útigrill byggt inn í sérútbúið grillhús og geggjaðar sígrænar plöntur í flottum pottum sem gleðja allt árið.

Og svo hefur hún ásamt manni sínum Valgarði verið að taka húsið þeirra alveg í gegn að innan og fengu áhorfendur Íslands í dag að sjá afraksturinn í gærkvöldi.

Spennandi hugmyndir Evu að innan og utan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.