Innlent

1.558 greindust innan­lands í gær og hafa aldrei verið fleiri

Atli Ísleifsson skrifar
Um 11 þúsund manns eru nú í einangrun vegna Covid-19.
Um 11 þúsund manns eru nú í einangrun vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm

1.558 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 55 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst innanlands á einum sólarhring hér á landi frá upphafi faraldursins, en fyrri metdagur var 30. desember síðastliðinn þar sem 1.553 greindust innanlands.

Frá þessu segir á síðunni covid.is. 11.639 eru nú í einangrun vegna Covid-19, en voru 11.109 í gær. 13.305 eru nú í sóttkví, en voru 13.808 í sóttkví. 195 eru í skimunarsóttkví.

52 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 48 prósent utan sóttkvíar.

Fjörutíu eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Þrír eru á gjörgæslu, en voru fjórir í gær.

5.259 einkennasýni voru greind í gær, 2.686 sóttkvíarsýni og 633 landamærasýni.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 4.778. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 327.

Alls hafa 60.096 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á þarsíðasta ári. Sextán prósent íbúa hafa nú greinst með Covid-19. 45 hafa látist á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi faraldursins.


Tengdar fréttir

Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á áttræðisaldri lést vegna Covid-19 á gjörgæslu Landspítalans í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.