Frá þessu segir á vef Landspítalans. Um er að ræða 45. dauðsfallið hér á landi frá upphafi faraldursins og það sjötta það sem af er árinu 2022.
Ekki eru gefnar nánari upplýsingar um sjúklinginn á vef spítalans.
37 sjúklingar liggja nú Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.