Bubbi um svörtu gleraugun hjá Hemma Gunn: „Ég var bara út úr stónd“ Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2022 20:40 Bubbi með svört sólgleraugu, þó alls ekki „stónd“. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens kveðst muna eftir nánast öllum þeim skiptum sem hann kom fram í þáttum Hemma Gunn. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Bubbi brást við nýjasta þætti Verbúðarinnar á Facebook í gær, líkt og svo margir. Þar segist hann ekki hafa búist við því að sjá vísun í þættina Á tali með Hemma Gunn. Atriði í nýjasta þættinum, þar sem sögupersónur voru við upptöku á þætti Á tali með Hemma Gunn, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Margrét Gauja Magnúsdóttir vakti til að mynda athygli á því að upprunalegu húsbandi þáttanna hafi séð bregða fyrir í þættinum, en hún er dóttir Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveitarstjóra þess. Þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis slógu á þráðinn til Bubba í dag og fóru þau um víðan völl saman. Bubbi greindi til að mynda frá því að þær verbúðir sem hann bjó á hafi ekki verið jafnsnyrtilegar og sú sem sjá má í þættinum. Ekkert grín að fá Elsu Lund á sig Þá barst talið að Á tali með Hemma Gunn en Bubbi var þar tíður gestur á sínum tíma. Hann segist hafa verið á eiturlyfjum í öll þau skipti sem hann kom fram í þáttunum, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þeim tíma. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Þáttastjórnendur spurðu Bubba hvort þáttur Verbúðarinnar í gær hafi vakið upp minningar af heimsóknum til Hemma. „Já, Jesús Pétur maður. Ég meina Laddi í Elsu Lund gervi var auðvitað einhvers konar náttúruafl. Og það var ekki þægilegt að fá Elsu Lund, sem virti engin mörk, á sig. Hvað þá þegar maður var stónd,“ segir hann og hlær dátt. Þá segir hann þá Hemma Gunn hafa verið mjög góða vini og það að koma í þættina til hans hafa verið magnað. „Eins og hann var hrikalega óöruggur með sjálfan sig og í mikilli krísu með sitt sjálf, þá hafði hann einhvern hæfileika sem gerði það að verkum að allir sem komu til hans blómstruðu,“ segir Bubbi. Viðtalið við Bubba má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Bubbi brást við nýjasta þætti Verbúðarinnar á Facebook í gær, líkt og svo margir. Þar segist hann ekki hafa búist við því að sjá vísun í þættina Á tali með Hemma Gunn. Atriði í nýjasta þættinum, þar sem sögupersónur voru við upptöku á þætti Á tali með Hemma Gunn, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Margrét Gauja Magnúsdóttir vakti til að mynda athygli á því að upprunalegu húsbandi þáttanna hafi séð bregða fyrir í þættinum, en hún er dóttir Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveitarstjóra þess. Þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis slógu á þráðinn til Bubba í dag og fóru þau um víðan völl saman. Bubbi greindi til að mynda frá því að þær verbúðir sem hann bjó á hafi ekki verið jafnsnyrtilegar og sú sem sjá má í þættinum. Ekkert grín að fá Elsu Lund á sig Þá barst talið að Á tali með Hemma Gunn en Bubbi var þar tíður gestur á sínum tíma. Hann segist hafa verið á eiturlyfjum í öll þau skipti sem hann kom fram í þáttunum, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þeim tíma. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Þáttastjórnendur spurðu Bubba hvort þáttur Verbúðarinnar í gær hafi vakið upp minningar af heimsóknum til Hemma. „Já, Jesús Pétur maður. Ég meina Laddi í Elsu Lund gervi var auðvitað einhvers konar náttúruafl. Og það var ekki þægilegt að fá Elsu Lund, sem virti engin mörk, á sig. Hvað þá þegar maður var stónd,“ segir hann og hlær dátt. Þá segir hann þá Hemma Gunn hafa verið mjög góða vini og það að koma í þættina til hans hafa verið magnað. „Eins og hann var hrikalega óöruggur með sjálfan sig og í mikilli krísu með sitt sjálf, þá hafði hann einhvern hæfileika sem gerði það að verkum að allir sem komu til hans blómstruðu,“ segir Bubbi. Viðtalið við Bubba má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00