Innlent

Fólki í tveimur bílum bjargað af lokaðri Öxnadalsheiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Öxnadalsheiði hefur verið lokuð frá því klukkan tíu í gærkvöldi.
Öxnadalsheiði hefur verið lokuð frá því klukkan tíu í gærkvöldi. Landsbjörg

Meðlimir björgunarsveita á Akureyri og í Varmahlíð voru kallaðir út í dag vegna bíla sem voru fastir í snjó á Öxnadalsheiði. Verið var að keyra bílnum frá Reykjavík til Akureyrar en heiðin hefur verið lokuð frá því í gærkvöldi.

Vegna þess að ekki var vitað hvernig færðin var né nákvæmlega hvar bílarnir voru, var ákveðið að senda björgunarsveitarmenn af stað úr báðum áttum.

Útkallið barst klukkan 14:15 en í tilkynningu frá Landsbjörg segir að bílarnir hafi fundist efst í Bakkaselsbrekku. Tekist hafi að losa þá og hjálpa þeim austur yfir Öxnadalsheiði. Fólkið í bílunum gat þá haldið ferðinni áfram.

Útkallinu lauk upp úr klukkan fjögur.

Það tók um klukkustund að finna bílana.Landsbjörg
Fólkinu í bílunum var hjálpað austur yfir heiðina.Landsbjörg

Tengdar fréttir

Nokkur útköll vegna veðurs á norðvestanverðu landinu

Björgunarsveitir hafa frá því í gærkvöldi sinnt útköllum vegna óveðurs á Bíldudal, Siglufirði, Suðureyri, Þingeyri og í Grundarfirði. Á Bíldudal losnaði flotbryggja skömmu fyrir miðnætti og þá fauk einnig svalahurð upp á Siglufirði.

Ekkert ferðaveður fram á kvöld

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi til klukkan sex í kvöld á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.