Fótbolti

Blikar höfðu betur í Kópavogsslagnum | Leiknir sótti sín fyrstu stig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gísli Eyjólfsson skoraði bæði mörk Blika í dag. Hér er hann í baráttu gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu.
Gísli Eyjólfsson skoraði bæði mörk Blika í dag. Hér er hann í baráttu gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu. Mark Scates/SNS Group via Getty Images

Tveir leikir fóru fram í riðli 1 í A-deild Fótbolti.net mótsins í fótbolta í dag. Breiðablik vann 2-0 sigur gegn nágrönnum sínum í HK og Leiknir vann 2-1 sigur gegn Keflvíkingum.

Gísli Eyjólfsson skoraði bæði mörk Blika í fyrri hálfleik og tryggði liðinu þar með sæti í úrslitum mótsins. Þetta var þriðji sigur liðsins í jafn mörgum leikjum á mótinu, en HK-ingar sitja á botni riðilsins án stiga.

Þá vann Leiknir 2-1 sigur gegn Keflvíkingum þar sem Birgir Baldvinsson og Shkelzen Veseli komu Leiknismönnum í 2-0 áður en Ásgeir Páll Magnússmon minnkaði muninn fyrir Keflvíkinga. Bæði Leiknir og Keflavík eru með þrjú stig eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×