„Augljóslega er þetta ekki gott“ Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. janúar 2022 12:19 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. Það er lítið vatn í uppistöðulónunum og þaðan af minni raforku til að dreifa úr virkjunum landsins. Þetta hefur haft í för með sér að fjöldi aðila sem hefur samið þannig við Landsvirkjun að skerða megi orkuna til þeirra þegar hún er af skornum skammti, er að brenna olíu til að knýja starfsemi sína. Loðnubræðslur eru þar á meðal og nú þurfa Vestfirðingar að sæta skerðingum til kyndingar á heimilum. Þá kemur fram í Morgunblaðinu að komið geti til skerðingar á orku til reksturs ferjunnar Herjólfs. Óviðunandi ástand Forsætisráðherra segir ýmislegt þurfa að gera í málaflokknum. Einfalda regluverk um breytingar á flutningskerfi orku, enda snúist þetta ekki bara um virkjanir, heldur einkum flutningskerfið. „Síðan veit ég að á þingmálaskrá umhverfis- og loftslagsráðherra er frumvarp sem snýst um það að það verði hægt að einfalda ferla við að stækka núverandi virkjanir, sem ég held að sé mjög skynsamleg ráðstöfun,“ segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir: „Ég held að það hafi komið nokkuð kröftugar í bakið á okkur að við höfum gert minna á síðastliðnum árum og umræðan hefur verið þannig að það hafi ekki þurft. En svo kemur í ljós þegar veðráttan er óhagstæð að orkuþörfin er fyrir hendi og hún vex hratt. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand.“ Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir í Morgunblaðinu að ekki sé hægt að bjóða Vestfirðingum upp á þessi skilyrði, að kyndingin muni kosta um 70.000 krónur á hvern íbúa næstu fjóra mánuði. „Augljóslega er þetta ekki gott. Eins og ég segi hefur ráðherrann aðgerðir í undirbúningi bæði til lengri tíma og skemmri tíma, en þar þarf auðvitað að bæði að horfa á flutningskerfið sjálft, lagaumhverfið og síðan framleiðslu,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stóriðja Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Það er lítið vatn í uppistöðulónunum og þaðan af minni raforku til að dreifa úr virkjunum landsins. Þetta hefur haft í för með sér að fjöldi aðila sem hefur samið þannig við Landsvirkjun að skerða megi orkuna til þeirra þegar hún er af skornum skammti, er að brenna olíu til að knýja starfsemi sína. Loðnubræðslur eru þar á meðal og nú þurfa Vestfirðingar að sæta skerðingum til kyndingar á heimilum. Þá kemur fram í Morgunblaðinu að komið geti til skerðingar á orku til reksturs ferjunnar Herjólfs. Óviðunandi ástand Forsætisráðherra segir ýmislegt þurfa að gera í málaflokknum. Einfalda regluverk um breytingar á flutningskerfi orku, enda snúist þetta ekki bara um virkjanir, heldur einkum flutningskerfið. „Síðan veit ég að á þingmálaskrá umhverfis- og loftslagsráðherra er frumvarp sem snýst um það að það verði hægt að einfalda ferla við að stækka núverandi virkjanir, sem ég held að sé mjög skynsamleg ráðstöfun,“ segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir: „Ég held að það hafi komið nokkuð kröftugar í bakið á okkur að við höfum gert minna á síðastliðnum árum og umræðan hefur verið þannig að það hafi ekki þurft. En svo kemur í ljós þegar veðráttan er óhagstæð að orkuþörfin er fyrir hendi og hún vex hratt. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand.“ Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir í Morgunblaðinu að ekki sé hægt að bjóða Vestfirðingum upp á þessi skilyrði, að kyndingin muni kosta um 70.000 krónur á hvern íbúa næstu fjóra mánuði. „Augljóslega er þetta ekki gott. Eins og ég segi hefur ráðherrann aðgerðir í undirbúningi bæði til lengri tíma og skemmri tíma, en þar þarf auðvitað að bæði að horfa á flutningskerfið sjálft, lagaumhverfið og síðan framleiðslu,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stóriðja Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10