Í gær greindust 1.224 með COVID-19, þar af voru 17 sem greindust sem landamærasmit. Alls voru 644 í sóttkví.
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Almannavarnir sendu á fjölmiðla rétt í þessu.
Fjöldi þeirra sem eru í einangrun og sóttkví og hversu mörg PCR sýni voru tekin í gær, kemur fram á covid.is þegar heimasíðan verður uppfærð næstkomandi mánudag.
Eins og áður þá teljast þessar tölur sem sendar eru út um helgar, sem bráðabirgðatölur, segir í tilkynningu Almannavarna.
37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fjölgað um tvö á milli daga. Starfsmönnum spítalans í einangrun fjölgar nokkuð á milli daga.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.