Lífið

Eignuðust dóttur með hjálp stað­göngu­móður

Árni Sæberg skrifar
Priyanka Chopra og Nick Jonas.
Priyanka Chopra og Nick Jonas. Samir Hussein/Getty

Ofurhjónin Priyanka Chopra Jonas og Nick Jonas eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum þegar staðgöngumóðir ól þeim dóttur.

„Við erum hæstánægð með að staðfesta að við eignuðumst okkar fyrsta barn með aðstoð staðgöngumóður,“ tilkynnti Chopra á Instagram í dag.

Þá bað hún um að þeim yrði veitt næði til að einblína á fjölskyldulífið.

Priyönku Chopra þarf vart að kynna fyrir kvikmyndaunnendum, sér í lagi ekki áhugafólki um Bollywood. Hún var krýnd ungfrú heimur árið 2000 og er ein af vinsælustu og launahæstu skemmtikröftum Indland.

Nick Jonas gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Jonas Brothers, ásamt bræðrum sínum Kevin og Joe Jonas.

Að sögn People giftu hjónin sig árið 2018. Brúðkaupið tók fimm daga og tvær athafnir voru haldnar. Ein að kristnum sið og ein að hindúasið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.