Lífið

Með við­kvæmt hjarta og til­finningarnar á yfir­borðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Annie Mist með stórkostlegt hugafar. 
Annie Mist með stórkostlegt hugafar. 

Annie Mist er nýjasti gestur Dóru Júlíu í þáttunum Þetta reddast.

Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir verður seint talin vera stjörnukokkur en hún fór af stað með matreiðsluþætti undir loks síðasta árs á Stöð 2.

Í þáttunum fær Dóra til sín góða gesti og með aðstoð þeirra matreiðir hún fram misglæsilega rétti og kynnist viðmælendum sínum í leiðinni.

Í gærkvöldi mætti Crossfit stjarnan Annie Mist í eldhúsið til Dóru og matreiddu þær saman burrito, eitthvað sem Annie Mist borðar reglulega og er hrifin af.

Í þættinum ræddu þær um hugafar Annie í lífinu en hún segist vera mjög tilfinningarík manneskja.

„Ég hef alltaf verið mjög jákvæð að eðlisfari. En ég er alveg líka með sjálfsefa og græt og allta það. Ég hef alltaf verið svona viðkvæmt hjarta og tilfinningarnar eru oft svolítið mikið á yfirborðinu,“ segir Annie í þættinum.

„En það þarf lítið sem ekkert til að gera mig glaða og koma mér í gott skap. Ef eitthvað kemur upp á þá finnst mér það leiðinlegt en ef það er lítið sem hægt er að gera í því eða breytt hlutunum þá græðir maður ekkert á því að líta í baksýnispegilinn. Það hjálpar engum að vera neikvæður. Svo hef ég aldrei skilið þegar fólk segir, ef þú gætir verið hver sem er, hver myndir þú þá vilja vera? Því þú græðir ekkert á því að hugsa þannig. Ég vill bara vera ég.“

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en Þetta reddast er á dagskrá á Stöð 2 alla fimmtudaga.

Klippa: Einstakt viðhorf Annie MistFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.