Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2022 11:02 Inga hefur ekki farið leynt með skoðun sína á starfsemi Ísteka, sem vinnur frjósemishormónið PMSG úr blóði fylfullra hryssa. Frumvarp Ingu gengur út á að banna þá starfsemi. Framkvæmdastjóri Ísteka er Arnþór Guðlaugsson. vísir Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. „Ég er ánægð með að finna þennan mikla stuðning, Íslendingar vilja ekki sjá þessa meðferð á hryssunum,“ segir Inga Sæland. Frumvarp hennar þar sem lagt er til að blátt bann sé tekið upp á Íslandi við blóðmerahaldi hefur verið í umsagnagátt. Inga telur víst að slegið hafi verið einhvers konar met í umsögnum við frumvarp hennar um velferð dýra en þar er kveðið á um að bann verði lagt við blóðmerahaldi. „Ef allar þessar umsagnir sem rötuðu fyrir umhverfisstofnun hefðu ratað á réttan stað, auk þeirra sem komu beint inn á gáttina er þetta sennilega met. Ég veit ekki um neitt annað mál sem hefur fengið annan eins umsagnafjölda.“ Inga er nú að vinna að því að koma umsögnum sem bárust til umhverfisstofnunar vegna starfsleyfis Ísteka í flokk beinna umsagna um frumvarp sitt sem er til umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd. Inga auk annarra er nú að skoða umsagnirnar, flokka þær skipulega og sjá hvað fólk hefur um málið að segja. Inga sjálf velkist ekki í vafa um hvað henni sjálfri finnst. Skelfilegar aðfarir við blóðtökuna Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum. Nú er komið annað hljóð í strokkinn. Þjóðin var skekin eftir að greint var frá efni 20 mínútna langrar heimildarmyndar dýraverndarsamtakanna AWF/TSB (Animal Welfare Foundation/Tierschutzbund Zürich) þar sem sýnt var af hrottalegri meðferð á hryssum þegar tappað er af þeim blóð. Þetta fer fram á einum hundrað sveitabæjum á Íslandi en en blóðið er notað við framleiðslu frjósemislyfja, svokölluðu PMSG, fyrir dýr einkum í verksmiðjubúskap og gefið gyltum til að þær geti gotið grísum af meira kappi. „Þetta er ekkert einsdæmi,“ segir Inga um myndbandið. Hún segir að þeir sem að því standi eigi marga klukkutíma af myndbandsefni og víðar að um landið þar sem blóðmerahald er stundað. „Þú tekur aldrei villta hryssu, ótemju, og færð hana til að láta taka sér blóð með glöðu geði. Það er ekki hægt að gera fallega. Þar þarf alltaf dýraníð að koma til. Aðfarirnar eru skelfilegar.“ Nokkrar umsagnir frá Spáni Innsend erindi við frumvarpið eru 129 og þar vekur athygli að fáeinar umsagnir hafa borist frá Spáni. Ein umsögn er frá AGRAM sem eru samtök sauðfjárbænda á Spáni. Undir það ritar Dr. Roberto Gellego Soria en þar er á það bent að PMSG-efnið sé bráðnauðsynlegt til viðgangs sauðfjárstofns á Spáni. Annað er frá samtökum svínabænda, Ibericos de-Arauzo þar sem sagt er að þau reiði sig á PMSG. Og fleiri umsagnir frá Spáni mætti nefna. Inga heldur því fram að Ísteka hafi gengið í það að fá viðskiptavini sína til að senda inn umsagnir. „Þeir eru að fá alla þá sem þeir selja hormónið til að senda inn umsagnir. Fyrirtækið berjast um á hæl og hnakka og gerir hvað sem er,“ segir Inga sem fordæmir nýútgefið starfsleyfi Umhverfisstofnunar til Ísteka. Hún segir að þau þar geti nú þrefaldað starfsemi sína, úr blóðtöku 20 þúsund lítra í 60 þúsund lítra. Vísir ræddi í vikunni við frmakvæmdastjóra Ísteka, Arnþór Guðlaugsson, sem greindi frá því að engin áform séu um aukna starfsemi þrátt fyrir að starfsleyfi liggi fyrir. Blóðmerahald Alþingi Spánn Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
„Ég er ánægð með að finna þennan mikla stuðning, Íslendingar vilja ekki sjá þessa meðferð á hryssunum,“ segir Inga Sæland. Frumvarp hennar þar sem lagt er til að blátt bann sé tekið upp á Íslandi við blóðmerahaldi hefur verið í umsagnagátt. Inga telur víst að slegið hafi verið einhvers konar met í umsögnum við frumvarp hennar um velferð dýra en þar er kveðið á um að bann verði lagt við blóðmerahaldi. „Ef allar þessar umsagnir sem rötuðu fyrir umhverfisstofnun hefðu ratað á réttan stað, auk þeirra sem komu beint inn á gáttina er þetta sennilega met. Ég veit ekki um neitt annað mál sem hefur fengið annan eins umsagnafjölda.“ Inga er nú að vinna að því að koma umsögnum sem bárust til umhverfisstofnunar vegna starfsleyfis Ísteka í flokk beinna umsagna um frumvarp sitt sem er til umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd. Inga auk annarra er nú að skoða umsagnirnar, flokka þær skipulega og sjá hvað fólk hefur um málið að segja. Inga sjálf velkist ekki í vafa um hvað henni sjálfri finnst. Skelfilegar aðfarir við blóðtökuna Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum. Nú er komið annað hljóð í strokkinn. Þjóðin var skekin eftir að greint var frá efni 20 mínútna langrar heimildarmyndar dýraverndarsamtakanna AWF/TSB (Animal Welfare Foundation/Tierschutzbund Zürich) þar sem sýnt var af hrottalegri meðferð á hryssum þegar tappað er af þeim blóð. Þetta fer fram á einum hundrað sveitabæjum á Íslandi en en blóðið er notað við framleiðslu frjósemislyfja, svokölluðu PMSG, fyrir dýr einkum í verksmiðjubúskap og gefið gyltum til að þær geti gotið grísum af meira kappi. „Þetta er ekkert einsdæmi,“ segir Inga um myndbandið. Hún segir að þeir sem að því standi eigi marga klukkutíma af myndbandsefni og víðar að um landið þar sem blóðmerahald er stundað. „Þú tekur aldrei villta hryssu, ótemju, og færð hana til að láta taka sér blóð með glöðu geði. Það er ekki hægt að gera fallega. Þar þarf alltaf dýraníð að koma til. Aðfarirnar eru skelfilegar.“ Nokkrar umsagnir frá Spáni Innsend erindi við frumvarpið eru 129 og þar vekur athygli að fáeinar umsagnir hafa borist frá Spáni. Ein umsögn er frá AGRAM sem eru samtök sauðfjárbænda á Spáni. Undir það ritar Dr. Roberto Gellego Soria en þar er á það bent að PMSG-efnið sé bráðnauðsynlegt til viðgangs sauðfjárstofns á Spáni. Annað er frá samtökum svínabænda, Ibericos de-Arauzo þar sem sagt er að þau reiði sig á PMSG. Og fleiri umsagnir frá Spáni mætti nefna. Inga heldur því fram að Ísteka hafi gengið í það að fá viðskiptavini sína til að senda inn umsagnir. „Þeir eru að fá alla þá sem þeir selja hormónið til að senda inn umsagnir. Fyrirtækið berjast um á hæl og hnakka og gerir hvað sem er,“ segir Inga sem fordæmir nýútgefið starfsleyfi Umhverfisstofnunar til Ísteka. Hún segir að þau þar geti nú þrefaldað starfsemi sína, úr blóðtöku 20 þúsund lítra í 60 þúsund lítra. Vísir ræddi í vikunni við frmakvæmdastjóra Ísteka, Arnþór Guðlaugsson, sem greindi frá því að engin áform séu um aukna starfsemi þrátt fyrir að starfsleyfi liggi fyrir.
Blóðmerahald Alþingi Spánn Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira