Segir ekki standa til að stækka starfsemi Ísteka þrátt fyrir leyfi Umhverfisstofnunar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. janúar 2022 13:30 Arnþór Guðlaugsson Framkvæmdastjóri Ísteka segir að þau hafi engin áform um stækkun starfseminnar þrátt fyrir að nýútgefið starfsleyfi Umhverfisstofnunar geri ráð fyrir því. Hann hafnar því að Ísteka stefni á að allt að fjórfalda starfsemi sína og segir það ekki raunhæft á þessum tíma. Umhverfisstofnun hefur veitt Ísteka starfsleyfi til 13. janúar 2038 en í heild bárust á þriðja hundruð umsagna um starfsleyfistillöguna, sem auglýst var í fyrra. Umsagnirnar sneru flestar að öflun blóðs úr fylfullum merum, sem Ísteka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB birtu myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku. Umhverfisstofnun ítrekar þó að starfsleyfið varði aðeins lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Starfsleyfið gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 20 kíló á ári af lyfjaefni úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa. Ísteka framleiðir sem stendur tíu kíló af frjósemislyfirnu eCG og er því um að ræða tvöföldun á starfseminni. Erfitt að stækka mikið meira Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir þó að engin raunhæf áform um stækkun starfseminnar séu á teikniborðinu. Tölurnar sem Umhverfisstofnun vísar til séu aðeins hámarksafkastageta verksmiðja. „Staðan í dag í fjöldatölum er sú að síðustu tíu fimmtán árin höfum verið að stækka innan mengis stóðhryssa á Íslandi, það mengi hefur hvorki stækkað né minnkað mikið seinustu tíu, fimmtán árin,“ segir Arnþór. „Hins vegar höfum við verið að stækka innan þess og nú er svo komið að við erum að nýta flestar stóðhryssur á landinu,“ segir hann enn fremur. Hann segir auðvelt að stækka inni í ákveðnu mengi en segir þau ekki sjá fyrir sér að það yrði auðvelt að stækka mikið meira utan þess. „Það hefur verið talað um það í fjölmiðlum að við viljum stækka tvöfalt, þrefalt eða fjórfalt, það er ekki rétt. Við höfum ekkert á móti því að stækka en við sjáum ekki fyrir okkur að það geti raungerst,“ segir Arnþór. Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Ísteka starfsleyfi til 13. janúar 2038 en í heild bárust á þriðja hundruð umsagna um starfsleyfistillöguna, sem auglýst var í fyrra. Umsagnirnar sneru flestar að öflun blóðs úr fylfullum merum, sem Ísteka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB birtu myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku. Umhverfisstofnun ítrekar þó að starfsleyfið varði aðeins lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Starfsleyfið gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 20 kíló á ári af lyfjaefni úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa. Ísteka framleiðir sem stendur tíu kíló af frjósemislyfirnu eCG og er því um að ræða tvöföldun á starfseminni. Erfitt að stækka mikið meira Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir þó að engin raunhæf áform um stækkun starfseminnar séu á teikniborðinu. Tölurnar sem Umhverfisstofnun vísar til séu aðeins hámarksafkastageta verksmiðja. „Staðan í dag í fjöldatölum er sú að síðustu tíu fimmtán árin höfum verið að stækka innan mengis stóðhryssa á Íslandi, það mengi hefur hvorki stækkað né minnkað mikið seinustu tíu, fimmtán árin,“ segir Arnþór. „Hins vegar höfum við verið að stækka innan þess og nú er svo komið að við erum að nýta flestar stóðhryssur á landinu,“ segir hann enn fremur. Hann segir auðvelt að stækka inni í ákveðnu mengi en segir þau ekki sjá fyrir sér að það yrði auðvelt að stækka mikið meira utan þess. „Það hefur verið talað um það í fjölmiðlum að við viljum stækka tvöfalt, þrefalt eða fjórfalt, það er ekki rétt. Við höfum ekkert á móti því að stækka en við sjáum ekki fyrir okkur að það geti raungerst,“ segir Arnþór.
Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57
Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09