Innlent

Koma upp eftir­­lits­­mynda­­vélum hjá blóð­bændum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, hefur ekki viljað veita viðtöl frá því að heimildarmynd alþjóðlega dýraverndunarsamtaka um blóðmerahald kom út fyrir mánuði síðan. 
Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, hefur ekki viljað veita viðtöl frá því að heimildarmynd alþjóðlega dýraverndunarsamtaka um blóðmerahald kom út fyrir mánuði síðan.  vísir/elín/SKJÁSKOT/TSB TIERSCHUTZBUND ZURICH

Fram­kvæmda­stjóri Ís­teka segir að líf­tækni­fyrir­tækið hafi nú hrint af stað um­bóta­á­ætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa með­ferð á blóð­merum. Fram­vegis verði tekið upp mynda­véla­eftir­lit hjá blóð­bændum sem fyrir­tækið skiptir við og þá ætli Ís­teka sér að auka fræðslu til bænda.

Einnig verði hryssur fram­vegis sér­valdar með til­liti til skap­gerðar. Þær hryssur sem ekki henti til blóð­gjafar verði teknar úr stóðum.

Arn­þór Guð­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Ís­teka, greindi frá þessu í skoðunar­grein sem hann birti hér á Vísi í kvöld. Hann hefur ekki viljað veita frétta­stofu við­tal frá því að heimildar­mynd al­þjóð­legu dýra­verndunar­sam­takanna TSB Tierschutz­bund Zurich og AWF Animal Welfare Founda­tion birtu heimildar­mynd um blóð­mera­hald á Ís­landi. Í myndinni má sjá mjög slæma með­ferð á hrossunum, þar sem þau eru lokuð inni í þröngri stíu og merarnar meðal annars slegnar og barðar með prikum.

Í grein sinni gerir Arn­þór þó lítið úr myndinni:

„Blóð­söfnun á hverjum bæ tekur marga klukku­tíma. Mynd­efni sam­takanna sem birt hefur verið sýnir að­eins nokkrar sekúndur og vissu­lega ó­verjandi með­ferð, sem Ís­teka brást við þegar í stað og málið kom upp. Það liggur einnig fyrir að um­rædd sam­tök hafa farið afar frjáls­lega með ýmsar stað­reyndir og hreinar rang­færslur í sumum til­fellum,“ skrifar hann en fer ekki nánar út í hverjar rang­færslurnar séu.

Blóð­bændur ó­sáttir við Ís­teka

Blóð­bændur hittust á fundi síðasta þriðju­dag í Njáls­búð. Öllum þing­mönnum Suður­kjör­dæmis var boðið að sækja fundinn en enginn þeirra mætti nema Ás­mundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins.

Hann sagði hljóðið í bændum á fundinum hafa verið þungt.

Sam­kvæmt heimildum frétta­stofu komu þar fram hve ó­sáttir blóð­bændur væru með að vera allir settir undir sama hatt í allri um­fjöllun af málinu. Þeir eru þá líka margir afar ó­sáttir með öll við­brögð Ís­teka eftir að heimildar­myndin birtist en fyrir­tækið sleit við­skipta­sam­bandi við þá bændur sem komu fram í myndinni.

Enginn sem er í for­svari fyrir fyrir­tækið hefur veitt við­töl vegna málsins en í stað þess birt frétta­til­kynningar og nú síðast grein Arn­þórs.

Mörg hundruð blóð­merar

Ís­teka fram­leiðir frjó­semis­lyf úr merar­blóði en lyfið er einkum notað í svína­rækt er­lendis. Sjálft rekur fyrir­tækið þrjár bú­jarðir þar sem blóð­taka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóð­töku á þessu ári.

Fyrir­tækið á þá í sam­starfi við 119 bændur á landinu um blóð­töku hryssa.

Af grein fram­kvæmda­stjórans má skilja að of mikið hafi jafn­vel verið gert úr málinu eftir heimildar­myndina þó vissu­lega taki Ís­teka það al­var­lega, enda hafi fyrir­tækið slitið við­skipta­sam­bandi við þá tvo bæi þar sem ill með­ferð á blóð­merum var sýnd í myndinni, eða þar sem upp hafa komið „frá­vik frá dýra­vel­ferð“ eins og fyrir­tækið orðar það iðu­lega.

„Þjóð­fé­lags­um­ræðan um frá­vik á dýra­vel­ferð á tveimur bæjum hefur nú að ó­sekju selt alla bændur bú­greinarinnar undir sömu sök. Þrátt fyrir ríkt eftir­lit Ís­teka með blóð­töku varð um­ræddra frá­vika ekki vart í eftir­litinu. Af þeim sökum hefur fé­lagið á­kveðið að endur­skoða fram­kvæmdina og auka eftir­litið enn frekar til að fyrir­byggja al­gjör­lega að slíkt geti komið upp aftur,“ skrifar Arn­þór.

Þá full­yrðir hann að marg­í­trekaðar rann­sóknir á hryssum sýni að blóð­gjafir hafi engin nei­kvæð á­hrif á heilsu þeirra og að fyl þeirra þroskist eðli­lega og fol­öldin sömu­leiðis. Ís­teka hefur þó aldrei birt niður­stöður úr rann­sóknum sínum á blóð­merunum.

Strengri reglur úti

Ole Anton Bielt­vedt, stofnandi og for­maður Jarðar­vina, sam­taka um dýra-, náttúru- og um­hverfis­vernd, benti á það í grein á Vísi í dag að al­mennt blóð­mera­hald væri ekki stundað í öðrum Evrópu­löndum vegna laga um dýra­vernd og dýra­vel­ferð.

Í Þýska­landi sé til dæmis bannað að að fram­kvæma blóð­töku á hryssu, sem er fyl­full eða ný­búin að kasta folaldi og er enn mjólkandi. Slík blóð­taka er stunduð hér á landi.

Einnig eru þar ströng skil­yrði fyrir blóð­tökum; um að hryssur séu minnst þriggja ára, ekki undir 400 kílóum að þyngd og að ekki sé tekið oftar blóð en á þrjá­tíu daga fresti.

Á sjötta þúsund hafa nú skrifað undir lista þar sem skorað er á stjórn­völd að banna blóð­mera­hald á Ís­landi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.