Kynningin hefst klukkan 13. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm
ASÍ og BSRB standa fyrir veffundi í dag þar sem kynntar verða niðurstöður spurningakönnunar Vörðu um stöðu launafólks. Fundurinn hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum að neðan.
Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðunum er að ríflega þriðjungur launafólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og hefur fjárhagsstaðan versnað frá síðasta ári.
Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, mun kynna niðurstöður könnunarinnar sem varpa ljósi á stöðu launafólks.
Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.