Domus-barnalæknar fluttir í Kópavog: „Bílastæðavandinn er eiginlega úr sögunni“ Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2022 13:44 Viðar Eðvarðsson, læknir hjá Domus barnalæknum, segir það muna miklu að allir læknar séu nú á sömu hæðinni. Aðsend/Vísir/Vilhelm „Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er eiginlega úr sögunni.“ Þetta segir Viðar Eðvarðsson, barnalæknir hjá Domus, en barnalæknarnir fluttu um áramótin úr Domus Medica við Egilsgötu í Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Viðar segir að flutningurinn hafi gengið sérstaklega vel. „Við gátum hafið starfsemina að morgni mánudagsins 3. janúar og var þá búið að setja upp tölvukerfi og svo framvegis. Þetta hefur gengið eins og í sögu. Háls-, nef- og eyrnalæknarnir eru sömuleiðis fluttir inn líkt og rannsóknastofan Sameind. Það eru því allir læknarnir búnir að hefja störf á nýja staðnum.“ Hann segir um mikla breytingu að ræða að læknarnir séu nú allir á sömu hæðinni. Það auðveldi öll innbyrðis samskipti þeirra á milli. „Menn leita náttúrlega mikið ráða hver hjá öðrum um fagleg málefni. Þetta er mjög frjótt umhverfi; að hafa læknana alla á sömu hæðinni. Það gefur líka auga leið að það er auðveldara fyrir fólk að vita hvert það á að fara, þegar allir eru nú á sama staðnum. Síðan eru lækningastofurnar rúmbetri, gólfefni og tækjakostur nýr og þannig mætti áfram telja.“ Í sólskinsskapi Viðar segir að aðgengi að nýja húsinu sé líka mjög gott og raunar mun betra en á gamla staðnum við Egilsgötu. „Hér er bílakjallari sem er náttúrulega mjög gott fyrir barnafólk. Það fer þá bara upp á fimmtu hæð með lyftunni. Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er því eiginlega úr sögunni. Fólk er yfir sig hrifið og hefur flest verið í sólskinsskapi þegar það hefur komið hingað á nýja staðinn.“ Greint var frá því síðasta sumar að til stæði að Domus Medica yrði lokað um áramótin. Við það tilefni sagði Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica, að íslenskt ráðherraræði væri að fara illa með lýðræðið. „Sú ríkisvæðingarstefna sem ríkisstjórnin hefur rekið í fjögur ár vinnur ekki með þessari starfsemi,“ sagði Jón Gauti. Hluti vandans væri að hlutverk og ábyrgð aðila innan heilbrigðiskerfisins væru óskýr. „Það sem ríkisstjórnin kallar stefnu í heilbrigðisþjónustu er að mínu mati ekki byggt á þörfum sjúklinga,“ sagði hann einnig. 75 sérfræðingar myndu færa sig um set, hætta eða stofna sínar eigin læknastöðvar. Þeirra á meðal er starfstöð barnalæknanna í Urðarhvarfi. Viðar segir enn óljóst hvað verði um gamla húsið – Domus Medica við Egilsgötu. Húsið sé enn óselt og því óráðstafað. Röntgen Domus og heimilislæknar halda óbreyttri starfsemi í húsinu samkvæmt því sem fram kemur á vef Domus. Heilbrigðismál Kópavogur Tengdar fréttir Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Þetta segir Viðar Eðvarðsson, barnalæknir hjá Domus, en barnalæknarnir fluttu um áramótin úr Domus Medica við Egilsgötu í Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Viðar segir að flutningurinn hafi gengið sérstaklega vel. „Við gátum hafið starfsemina að morgni mánudagsins 3. janúar og var þá búið að setja upp tölvukerfi og svo framvegis. Þetta hefur gengið eins og í sögu. Háls-, nef- og eyrnalæknarnir eru sömuleiðis fluttir inn líkt og rannsóknastofan Sameind. Það eru því allir læknarnir búnir að hefja störf á nýja staðnum.“ Hann segir um mikla breytingu að ræða að læknarnir séu nú allir á sömu hæðinni. Það auðveldi öll innbyrðis samskipti þeirra á milli. „Menn leita náttúrlega mikið ráða hver hjá öðrum um fagleg málefni. Þetta er mjög frjótt umhverfi; að hafa læknana alla á sömu hæðinni. Það gefur líka auga leið að það er auðveldara fyrir fólk að vita hvert það á að fara, þegar allir eru nú á sama staðnum. Síðan eru lækningastofurnar rúmbetri, gólfefni og tækjakostur nýr og þannig mætti áfram telja.“ Í sólskinsskapi Viðar segir að aðgengi að nýja húsinu sé líka mjög gott og raunar mun betra en á gamla staðnum við Egilsgötu. „Hér er bílakjallari sem er náttúrulega mjög gott fyrir barnafólk. Það fer þá bara upp á fimmtu hæð með lyftunni. Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er því eiginlega úr sögunni. Fólk er yfir sig hrifið og hefur flest verið í sólskinsskapi þegar það hefur komið hingað á nýja staðinn.“ Greint var frá því síðasta sumar að til stæði að Domus Medica yrði lokað um áramótin. Við það tilefni sagði Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica, að íslenskt ráðherraræði væri að fara illa með lýðræðið. „Sú ríkisvæðingarstefna sem ríkisstjórnin hefur rekið í fjögur ár vinnur ekki með þessari starfsemi,“ sagði Jón Gauti. Hluti vandans væri að hlutverk og ábyrgð aðila innan heilbrigðiskerfisins væru óskýr. „Það sem ríkisstjórnin kallar stefnu í heilbrigðisþjónustu er að mínu mati ekki byggt á þörfum sjúklinga,“ sagði hann einnig. 75 sérfræðingar myndu færa sig um set, hætta eða stofna sínar eigin læknastöðvar. Þeirra á meðal er starfstöð barnalæknanna í Urðarhvarfi. Viðar segir enn óljóst hvað verði um gamla húsið – Domus Medica við Egilsgötu. Húsið sé enn óselt og því óráðstafað. Röntgen Domus og heimilislæknar halda óbreyttri starfsemi í húsinu samkvæmt því sem fram kemur á vef Domus.
Heilbrigðismál Kópavogur Tengdar fréttir Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00