Guðfinnur sækist eftir 4. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2022 11:43 Guðfinnur Sigurvinsson. Aðsend Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur gefur kost á sér í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fer laugardaginn 5. mars næstkomandi. Frá þessu segir í tilkynningu frá Guðfinni sem send hefur verið á fjölmiðla. Guðfinnur hefur verið fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2018 og átt sæti í umhverfisnefnd Garðabæjar. „Hann starfar sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og var áður samskiptastjóri Sýnar hf., móðurfélags Vodafone, Stöðvar 2 og tengdra fjölmiðla frá 2017 til 2019. Þá var Guðfinnur upplýsingafulltrúi og teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun frá 2014 til 2017 og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu 2005 til 2013. Guðfinnur er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla,“ segir í tilkynningunni. Þar er haft eftir Guðfinni að Garðabær sé nú í hröðum vexti og ný hverfi að rísa sem séu byggð af miklum metnaði. „Því fylgja líka áskoranir og mikilvægt að rekstur bæjarins sé traustur. Markmiðið er að bærinn nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúa og þá er verkefnið að tryggja áfram sem besta þjónustu og lífsgæði fyrir bæjarbúa. Ég vil á næsta kjörtímabilinu sjá Garðabæ ráðast í markaðsátak enda hefur verslun og þjónusta blómstrað í bænum undanfarin ár með margs konar nýjungum og við eigum að sækja þau sóknarfæri sem við eigum þar inni. Mögulega í samstarfi við okkar næstu sveitarfélög, eins og Hafnarfjörð og Kópavog, enda má líta á þetta sem eitt markaðssvæði sem getur verið valkostur við miðborg Reykjavíkur. Ég horfi til þess að halda áfram að byggja upp og styrkja Garðatorgið í þessu tilliti. Umhverfis- og menningarmál eru mér ofarlega í huga sömuleiðis, þar getum við verið stolt af góðum árangri en þar er líka verk að vinna. Menningarhús í Garðabæ og spennandi möguleikar í uppbyggingu við Vífilsstaði, sem gætu orðið suðupottur iðandi mannlífs, eru dæmi um verkefni sem ég er spenntur fyrir,“ segir Guðfinnur. Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Guðfinni sem send hefur verið á fjölmiðla. Guðfinnur hefur verið fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2018 og átt sæti í umhverfisnefnd Garðabæjar. „Hann starfar sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og var áður samskiptastjóri Sýnar hf., móðurfélags Vodafone, Stöðvar 2 og tengdra fjölmiðla frá 2017 til 2019. Þá var Guðfinnur upplýsingafulltrúi og teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun frá 2014 til 2017 og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu 2005 til 2013. Guðfinnur er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla,“ segir í tilkynningunni. Þar er haft eftir Guðfinni að Garðabær sé nú í hröðum vexti og ný hverfi að rísa sem séu byggð af miklum metnaði. „Því fylgja líka áskoranir og mikilvægt að rekstur bæjarins sé traustur. Markmiðið er að bærinn nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúa og þá er verkefnið að tryggja áfram sem besta þjónustu og lífsgæði fyrir bæjarbúa. Ég vil á næsta kjörtímabilinu sjá Garðabæ ráðast í markaðsátak enda hefur verslun og þjónusta blómstrað í bænum undanfarin ár með margs konar nýjungum og við eigum að sækja þau sóknarfæri sem við eigum þar inni. Mögulega í samstarfi við okkar næstu sveitarfélög, eins og Hafnarfjörð og Kópavog, enda má líta á þetta sem eitt markaðssvæði sem getur verið valkostur við miðborg Reykjavíkur. Ég horfi til þess að halda áfram að byggja upp og styrkja Garðatorgið í þessu tilliti. Umhverfis- og menningarmál eru mér ofarlega í huga sömuleiðis, þar getum við verið stolt af góðum árangri en þar er líka verk að vinna. Menningarhús í Garðabæ og spennandi möguleikar í uppbyggingu við Vífilsstaði, sem gætu orðið suðupottur iðandi mannlífs, eru dæmi um verkefni sem ég er spenntur fyrir,“ segir Guðfinnur.
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira