Útlit Emily er innblásið af Old Hollywood ásamt leikkonunum Audrey Hepburn og Birgitte Bardot. Í þáttaröð tvö er Emily búin að koma sér vel fyrir í París og útlit hennar endurspeglar Parísar-trendin.
Hárið á Lily Collins stal athyglinni í nýjustu seríunni. Hársnillingurinn Mike Desir er maðurinn á bakvið fullkomnu krullurnar hennar Emily. Hann tók stóra lokka og krullaði frá andlitinu, spennir krullurnar upp til að leyfa þeim að kólna sem gefur Emily hinar fullkomnu „bouncy“ krullur sem endast allan daginn.
Áberandi varir og „bushy“ augabrúnir eru helstu förðunaráherslur Emily. Hún skartar rauðum, berjalituðum og bleikum vörum sem tóna alltaf fullkomnlega við fötin hennar að hverju sinni. Húðin er mjög náttúruleg og augnförðun er haldið látlausri með fallegum brúnum augnskugga sem er dreginn út eins og eyeliner.
Glamúr, Haut Couture!
Hér var Emily í kjóll sem fékk fólk til að taka andköf!
Förðunin var í aukahlutverki, látlaus, bushy augabrúnir og fallegar rauðar varir en hárið stal sýningunni. Hárið var fallega sett upp með perlum og gersemum á svo einstaklega fallegan máta.

Berjavarir og beret húfa!
Litasamsetningin er fullkomin. Hér er pöruð sinnepsgul beret húfa við djúpan berjalit á vörunum og við erum að elska útkomuna.

Ingunn Sig og Heiður Ósk mynda saman HI beauty. Þær eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI beauty hér á Vísi. Önnur þáttaröð fer í loftið síðar í þessum mánuði en hægt er að horfa á fyrstu þáttaröðina HÉR! Þær eru einnig pistlahöfundar hjá okkur á Lífinu og eru eigendur Reykjavík Makeup School förðunarskólans.