Innlent

Tvö ungmenni flutt á bráðadeild með áverka eftir flugeldaslys

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti þó nokkrum verkefnum vegna ungmenna í gærkvöldi.
Lögregla sinnti þó nokkrum verkefnum vegna ungmenna í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Tvö ungmenni voru flutt með sjúkrabifreið á Landspítala eftir flugeldaslys í gærkvöldi. Um var að ræða tvö aðskilin atvik. Þá voru afskipti höfð af tveimur öðrum ungmennum vegna vörslu fíkniefna, einnig í aðskildum atvikum.

Um kvöldmatarleytið í gær var tilkynnt um flugeldaslys í póstnúmerinu 103. Þar reyndist 15 ára piltur hafa brunnið í andliti eftir að flugeldur sprakk framan í hann. Hann var, sem fyrr segir, fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Skömmu síðar var tilkynnt um flugeldaslys í póstnúmerinu 105 en þar var um að ræða 13 ára dreng sem var með áverka á hendi og í andliti eftir að flugeldur sem hann hélt á sprakk. Hann var sömuleiðis fluttur á bráðadeild með sjúkrabifreið.

Á sama tíma voru afskipti höfð af 14 ára stúlku vegna vörslu fíkniefna. Var málið unnið með aðkomu móður og barnaverndar. Um klukkutíma síðar var 16 ára drengur færður á lögreglustöð vegna vörslu fíkniefna og brots á vopnalögum. Mál hans var einnig afgreitt með aðkomu foreldris og barnaverndar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×