Lífið

Samdi lag um til­finninga­þrungið ætt­leiðingar­ferli

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Á myndinni er fjölskyldan: Marteinn Már, Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir.
Á myndinni er fjölskyldan: Marteinn Már, Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir. Aðsend

Selma Hafsteinsdóttir tónlistarmaður samdi lagið Heim en það fjallar um það þegar hún og eiginmaður hennar ættleiddu son sinn frá Tékklandi. Lagið er þannig um móðurástina og sameiningu sonar og fjölskyldu.

Hjónin Selma Hafsteinsdóttir og Steinn Stefánsdóttir ættleiddu Martin Má árið 2016 frá Tékklandi þegar hann var tveggja ára gamall. Selma segir í samtali við fréttastofu að lagið hafi í raun „komið til hennar.“ Ferlið hafi ekki tekið langan tíma.

„Það er bara ótrúlega skemmtilegt hvað margir eru að tengja við þetta, sérstaklega þeir sem eru í þessum ættleiðingarheimi, þeir tengja sérstaklega við þetta. Þetta er svona lýsandi fyrir þessar tilfinningar sem maður er að upplifa,“ segir Selma í samtali við fréttastofu.

Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér en kveðjum rignir yfir Selmu á Facebook, þar sem hún birti myndbandið: „Þetta er það fallegasta sem ég hef heyrt – já og ég grenjaði allan tímann. Fór sjálf næstum sjö ár aftur í tímann,“ skrifar ein undir færslu Selmu.

Selma segir að flestir sem eigi börn ættu að geta tengt við lagið enda móðurástin sterk: ­„Það er bara ótrúlega gaman að sjá hvað fólki finnst þetta fallegt.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.