Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.

Einar hörðustu aðgerðir frá upphafi kórónuveirufaraldursins taka gildi á miðnætti. Aðeins tíu manns mega koma saman. Sóttvarnalæknir vildi þó ganga lengra. Við förum yfir aðgerðirnar í fréttatímanum okkar á samtengdum Rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.

Aðgerðum á fólki sem greinst hefur með góðkynja æxli eru á meðal þeirra sem hefur verið frestað í faraldrinum. Stjórnendur Landspítala sem hefur verið á neyðarstigi í nokkrar vikur segja að það taki langan tíma að vinna upp biðlista að loknum faraldri.

Skólastjóri hefur fimm sinnum á einni viku þurft að rekja kórónuveirusmit innan skólans. Fjórðungar nema var í einangrun eða sóttkví í dag. Við ræðum við þreyttan skólastjóra í fréttatímanum.

Hvert hneykslismálið á fætur öðru skekur Downingstræti. Englandsdrottning fékk afsökunarbeiðni þaðan í dag. En skrifstofa forsætisráðherra var með partý meðan konungsfjölskyldan þurfti að hlíta samkomutakmörkunum í þegar fjölskyldufaðirinn lést.

Fimmtíu ár eru síðan Danadrottning tók við krúnunni. Það þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að hún gæti tekið við. Við fylgjumst með afmælinu í fréttatímanum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.