Innlent

„Spáin núna ætti eigin­lega að heita vondur, verri, verstur“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa
Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala
Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill

Bjart­­sýnasta spá Land­­spítala um inn­lagnir á legu­­deild vegna Co­vid-19 virðist nú vera að rætast. Verk­efna­­stjóri hjá far­­sótta­­nefnd Land­­spítala segir orða­lagið um bjart­sýna spá villandi og telur nauð­­syn­­legt að herða tak­­markanir.

Hildur Helga­dóttir, verk­efna­­stjóri hjá far­­sótta­­nefnd Land­­spítala, segir á­standið á spítalanum slæmt. Sam­­kvæmt bjart­­sýnis­­spá var gert ráð fyrir að tæp­­lega sex­­tíu sjúk­lingar yrðu inni­­liggjandi á Land­­spítala vegna kórónu­veirunnar fyrir 20. janúar næst­komandi. Svart­­sýnasta spá spítalans gerði hins vegar ráð fyrir að allt að níu­tíu manns yrðu inni­­liggjandi.

„Það er raun­veru­leg þörf vegna þess að þetta orð­færi að tala um bjart­sýna spá er í raun og veru ekki gott, það er mis­munandi. Spáin núna ætti eigin­lega að heita vondur, verri, verstur. Og vonda spáin, sem er þá þessi svo­kallaða bjart­sýnis­spá, hún gerir ráð fyrir milli fimm­tíu til sex­tíu inni­liggjandi eftir viku og tíu á gjör­gæslu og það er allt of mikið,“ segir Hildur.

Aðspurð telur Hildur að auknar takmarkanir þurfi til að Landspítali ráði við álagið. Að óbreyttu stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu.

„Það er okkar mat að það sé það eina sem hægt er að gera. Það er að kæla niður sam­fé­lagið, það er að minnka um­ferðina, og það er til þess að ná smitunum niður úr þessum 1200 því þau leið til allt of margra inn­lagna. Þannig að við þurfum að ná þeim niður í svona 500 og það verður ekki gert öðru­vísi en með hertum tak­mörkunum,“ segir Hildur Helga­dóttir verk­efna­stjóri hjá far­sótta­nefnd Land­spítala.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en vill ekkert gefa upp um innihald þess að svo stöddu. Talið hefur verið líklegt sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir vegna faraldursins.


Tengdar fréttir

Spítalinn þoli ekki tvo daga í við­bót í ó­breyttu á­standi

Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag.

„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“

Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×