„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2022 19:16 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún segir að ekki sé hægt að leggja meira á heilbrigðisstarfsfólk. Vísir/Egill Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. „Það er engin spurning, út af því ástandi sem núna varir og fólk er búið að vera að vinna í er langt umfram eðlilega vinnuskyldu eða það sem hægt er að krefjast af fólki,” segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, lagði til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag í pistil sem hún skrifaði á Vísi í gær. Guðbjörg tekur undir þetta og segir að líta megi á þetta sem ákveðna vertíð; starfsfólk einangri sig í skiptum fyrir þóknun. „Fólk hefur nú þegar verið að gera það. Það hefur verið að einangra sig frá heimilum, frá restinni af fjölskyldunni, til þess að geta farið á næstu vakt. Það fer jafnvel út fyrir heimilið og gistir annars staðar. Það hafa ekki verið neinar greiðslur eða neitt fyrir það.” Þá þurfi allir að leggjast á eitt; ekki síst vegna fjölda barna sem séu að smitast. „Það er byrjað að bólusetja þau sem betur fer. Þau stunda skóla, þau veikjast, það fóru tólf hundruð í skimun í gær – til þess eins að halda uppi einstaklingsfrelsi. Fyrir hvað? Okkur fullorðna fólkið sem er tví- og þríbólusett. Ég set mjög stórt spurningarmerki við stöðuna eins og hún er og það sem börnin þurfa að ganga í gegnum,” segir Guðbjörg. „Nú er það bara þannig, með eða án minnisblaðs, að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og fara eftir reglunum sem við vitum hverjar eru. Höldum okkur til hlés og náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Það er engin spurning, út af því ástandi sem núna varir og fólk er búið að vera að vinna í er langt umfram eðlilega vinnuskyldu eða það sem hægt er að krefjast af fólki,” segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, lagði til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag í pistil sem hún skrifaði á Vísi í gær. Guðbjörg tekur undir þetta og segir að líta megi á þetta sem ákveðna vertíð; starfsfólk einangri sig í skiptum fyrir þóknun. „Fólk hefur nú þegar verið að gera það. Það hefur verið að einangra sig frá heimilum, frá restinni af fjölskyldunni, til þess að geta farið á næstu vakt. Það fer jafnvel út fyrir heimilið og gistir annars staðar. Það hafa ekki verið neinar greiðslur eða neitt fyrir það.” Þá þurfi allir að leggjast á eitt; ekki síst vegna fjölda barna sem séu að smitast. „Það er byrjað að bólusetja þau sem betur fer. Þau stunda skóla, þau veikjast, það fóru tólf hundruð í skimun í gær – til þess eins að halda uppi einstaklingsfrelsi. Fyrir hvað? Okkur fullorðna fólkið sem er tví- og þríbólusett. Ég set mjög stórt spurningarmerki við stöðuna eins og hún er og það sem börnin þurfa að ganga í gegnum,” segir Guðbjörg. „Nú er það bara þannig, með eða án minnisblaðs, að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og fara eftir reglunum sem við vitum hverjar eru. Höldum okkur til hlés og náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira