Kári telur rétt að halda aðgerðum óbreyttum: „Ég held að þetta verði allt í lagi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2022 12:01 Kári bindur vonir við mótefnamælingar Íslenskrar erfðagreiningar sem hófust í vikunni en þær geta metið hversu stór hluti landsmanna hefur smitast af kórónuveirunni. Niðurstaðna úr fyrri mælingu er að vænta um miðja næstu viku. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að eina leiðin til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar sé útgöngubann, en telur það þó ekki skynsamlegt hér á landi. Hann telur óbreyttar aðgerðir bestu leiðina en að styðja þurfi Landspítalann mun betur en gert hafi verið hingað til. „Þetta virðist valda sjúkdómi sem er mildari heldur en þau afbrigði veirunnar sem við höfum verið að takast á við áður, sem er að öllum líkindum ekki bara vegna þess að svo mörg okkar eru svo vel bólusett, heldur vegna þess að þetta afbrigði í sjálfu sér er mildara,” segir Kári. „Ég er ekki viss um að okkur takist að minnka útbreiðsluna án þess að fara bara í algjört lockdown, sem ég held að sé ekki skynsamlegt á þessu augnabliki. Ég held að við verðum að finna einhverja leið til þess að styðja við Landspítalann betur heldur en við höfum gert hingað til.” Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í gær gríðarlegum áhyggjum af stöðunni í faraldrinum og því álagi sem skapast hefur á Landspítalann. Þar af leiðandi búist hann við að leggja fram tillögur til hertari aðgerða, líklega fyrir helgi. Kári tekur undir það að leita þurfi leiða til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Hér á landi hins vegar gangi það ekki upp að grípa til útgöngubanns. „Ég myndi ekki grípa til neinna annarra aðgerða heldur en við höfum í gangi núna. Ef við byggjum í einhvers konar útópísku samfélagi þar sem væri enginn vandi að fá fólk til þess að hoppa og skoppa að vild stjórnvalda, þá væri sá möguleiki fyrir hendi að ég myndi segja að við ættum að loka öllu næstu tvær til þrjár vikur, en það er bara ekki skynsamlegt eins og ástandið sé í dag,” segir Kári, sem þó virðist bjartsýnn á að það fari að birta til í faraldrinum. „Ég held að þetta verði allt í lagi.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Þetta virðist valda sjúkdómi sem er mildari heldur en þau afbrigði veirunnar sem við höfum verið að takast á við áður, sem er að öllum líkindum ekki bara vegna þess að svo mörg okkar eru svo vel bólusett, heldur vegna þess að þetta afbrigði í sjálfu sér er mildara,” segir Kári. „Ég er ekki viss um að okkur takist að minnka útbreiðsluna án þess að fara bara í algjört lockdown, sem ég held að sé ekki skynsamlegt á þessu augnabliki. Ég held að við verðum að finna einhverja leið til þess að styðja við Landspítalann betur heldur en við höfum gert hingað til.” Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í gær gríðarlegum áhyggjum af stöðunni í faraldrinum og því álagi sem skapast hefur á Landspítalann. Þar af leiðandi búist hann við að leggja fram tillögur til hertari aðgerða, líklega fyrir helgi. Kári tekur undir það að leita þurfi leiða til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Hér á landi hins vegar gangi það ekki upp að grípa til útgöngubanns. „Ég myndi ekki grípa til neinna annarra aðgerða heldur en við höfum í gangi núna. Ef við byggjum í einhvers konar útópísku samfélagi þar sem væri enginn vandi að fá fólk til þess að hoppa og skoppa að vild stjórnvalda, þá væri sá möguleiki fyrir hendi að ég myndi segja að við ættum að loka öllu næstu tvær til þrjár vikur, en það er bara ekki skynsamlegt eins og ástandið sé í dag,” segir Kári, sem þó virðist bjartsýnn á að það fari að birta til í faraldrinum. „Ég held að þetta verði allt í lagi.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira