„Umtalsverðar fjárhæðir“ en óljóst hvernig á að skattleggja þær Snorri Másson skrifar 14. janúar 2022 09:26 Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögmaður hjá Deloitte Legal. Vísir/Sigurjón Talið er að þúsundir Íslendinga hafi hagnast verulega á rafmyntarviðskiptum á meðan enginn skýr lagarammi er til um skattlagningu í málaflokknum. Lögfræðingur segir tímabært að stjórnvöld bregðist við breyttum tímum. Árlegur Skattadagur Deloitte var haldinn í gær í samstarfi við Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins. Á meðal þeirra sem flutti erindi var Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögmaður, sem ræddi um ýmsa agnúa sem megi sníða af skattkerfinu. Einn slíkur agnúi er umgjörð rafmynta, þar sem löggjöfin hefur að sögn Guðbjargar dregist aftur úr þróuninni. „Þúsundir Íslendinga eru að fjárfesta í rafmyntum. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir og það eru fjölmargir sem hafa atvinnu af námugreftri. Ríkisskattstjóri hefur gefið út hvert sitt álit er. Þetta eru skattskyldar tekjur og þú getur haft skattskyldan hagnað af þessu. En það eru samt sem áður engin skýr ákvæði um þetta í lögunum,“ segir Guðbjörg í samtali við fréttastofu. Vöxtur rafmyntarinnar hefur verið stopull, fyrst hægur en svo ævintýralegur á allra síðustu árum. Sá sem keypti Bitcoin fyrir 100 Bandaríkjadali árið 2011 ætti í dag Bitcoin að andvirði 4,3 milljóna dala. Það er því ljóst að skýr löggjöf um skattlagningu á slíkum hagnaði gæti haft mikla þýðingu. „Fjármálaráðherra var spurður um þetta 2018 og hann sagði að hann hefði hug á því að skipa starfshóp til að skoða nánari skattlagningu á þessum fyrirbærum. En við höfum ekkert séð í þeim efnum. En nú eru liðin þónokkur ár síðan, þannig að ég held að það sé alveg tímabært,“ segir Guðbjörg. Taka má dæmi: Ef einhver ætti Bitcoin fyrir um 1.000 dali, sem myndi síðan hækka í verði upp í 1.500 dali, þannig að hagnaðurinn næmi 500 dölum, þyrfti hann að telja það fram? „Þú átt að telja hann fram,“ segir Guðbjörg. „Skattayfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar í þeim efnum. Og þú átt líka að borga fjármagnstekjuskatt af þeim hagnaði. En engu að síður eru þetta fyrirbæri sem voru eðlilega ekki inni í skattalögunum á sínum tíma þegar þau voru sett fyrir áratugum síðan. Þannig að núna er bara mikilvægt að það sé bara tekið sérstaklega á þessu.“ Rafmyntir Skattar og tollar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Árlegur Skattadagur Deloitte var haldinn í gær í samstarfi við Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins. Á meðal þeirra sem flutti erindi var Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögmaður, sem ræddi um ýmsa agnúa sem megi sníða af skattkerfinu. Einn slíkur agnúi er umgjörð rafmynta, þar sem löggjöfin hefur að sögn Guðbjargar dregist aftur úr þróuninni. „Þúsundir Íslendinga eru að fjárfesta í rafmyntum. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir og það eru fjölmargir sem hafa atvinnu af námugreftri. Ríkisskattstjóri hefur gefið út hvert sitt álit er. Þetta eru skattskyldar tekjur og þú getur haft skattskyldan hagnað af þessu. En það eru samt sem áður engin skýr ákvæði um þetta í lögunum,“ segir Guðbjörg í samtali við fréttastofu. Vöxtur rafmyntarinnar hefur verið stopull, fyrst hægur en svo ævintýralegur á allra síðustu árum. Sá sem keypti Bitcoin fyrir 100 Bandaríkjadali árið 2011 ætti í dag Bitcoin að andvirði 4,3 milljóna dala. Það er því ljóst að skýr löggjöf um skattlagningu á slíkum hagnaði gæti haft mikla þýðingu. „Fjármálaráðherra var spurður um þetta 2018 og hann sagði að hann hefði hug á því að skipa starfshóp til að skoða nánari skattlagningu á þessum fyrirbærum. En við höfum ekkert séð í þeim efnum. En nú eru liðin þónokkur ár síðan, þannig að ég held að það sé alveg tímabært,“ segir Guðbjörg. Taka má dæmi: Ef einhver ætti Bitcoin fyrir um 1.000 dali, sem myndi síðan hækka í verði upp í 1.500 dali, þannig að hagnaðurinn næmi 500 dölum, þyrfti hann að telja það fram? „Þú átt að telja hann fram,“ segir Guðbjörg. „Skattayfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar í þeim efnum. Og þú átt líka að borga fjármagnstekjuskatt af þeim hagnaði. En engu að síður eru þetta fyrirbæri sem voru eðlilega ekki inni í skattalögunum á sínum tíma þegar þau voru sett fyrir áratugum síðan. Þannig að núna er bara mikilvægt að það sé bara tekið sérstaklega á þessu.“
Rafmyntir Skattar og tollar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira