Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Snorri Másson skrifar 12. janúar 2022 22:31 Gífurlegur fjöldi hálfvilltra kanína í Elliðaárdal er ekki á allra vitorði. Vandinn ágerist og nú á að grípa til mannúðlegra aðgerða. Dýrahjálp Íslands Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. Kanínur eru ekki hluti af íslenskri náttúru en maður sem ætti leið niður í Elliðaárdal gæti alveg eins dregið þá ályktun. Hér er kominn myndarlegur stofn af allavega 2-300 villtum kanínum, sem eru sumar sorglega umkomulausar, ekki síst nú þegar frost er í jörðu. Fréttastofa leit við í Elliðaárdalnum og spjallaði við kanínur og sérfræðinga: Dýrin ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður Nokkuð er um að kanínum sé sleppt í Elliðaárdalinn þegar eigendur sjá sér ekki lengur fært að sjá um þær. Þeim gengur eflaust gott eitt til, enda hljóta margir þeirra að sjá kanínur á fleti fyrir og hugsa, já, hér virðast þær hafa það gott. Sannleikurinn er þó sá að mikill munur er á þeim kanínum sem verða til hér í náttúrunni, það eru komnar tvær þrjár kynslóðir sem hafa alist upp við þessar aðstæður, og á gælukanínum sem eru allt í einu settar í þær aðstæður að þurfa að bjarga sér. Þær verða oft mjög illa úti. Kanínurnar flykktust að fréttamanni þegar boðið var upp á fábrotinn kálhaus - sem mun til marks um að þær taka öllu matarkyns fegins hendi.Vísir/Sigurjón Lífaldur kanína sem fæðast og lifa á þessu svæði er allajafna ekki talinn vera nema í kringum tvö ár, á meðan ekki er óeðlilegt fyrir gælukanínur að verða allt að 10-12 ára. „Það er mjög mikið dýravelferðarmál að dýr sem eru ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður séu ekki skilin ein eftir við íslenskar aðstæður að vetri til,“ segir Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. „Það er ekki að ástæðulausu sem er talað um að einhverjir fjölgi sér eins og kanínur. Það varð hrun hérna í stofninum fyrir örfáum árum vegna skæðrar veirusýkingar sem kom upp í stofninum. Nú er hann byrjaður að jafna sig og við viljum gjarnan ná aðeins utan um þetta áður en stofninn verður risastór eins og hann var orðinn hérna fyrir nokkrum árum,“ segir Þorkell. Dýrahjálp og Villikanínur hafa tekið höndum saman um að veiða kanínurnar og koma þeim í skjól með hjálp sjálfboðaliða. Kanínustofninn í Elliðaárdal er í örum vexti, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kanínur eiga í raun alls ekki heima í íslenskri náttúru. Þetta er manngerður vandi.Vísir/Sigurjón Það ætti að koma böndum á stofninn, sem veldur þegar töluverðum vandræðum í borgarlandinu - og það skal gert á mannúðlegan hátt, því að ella kynni borgin að þurfa að grípa til þess að skjóta kanínur. Að komast inn í hlýju og stöðuga næringu er ákjósanlegra. „Núna í janúar ætla félögin, í samvinnu við Dýraþjónustu Reykjavíkur, að ná inn litlum hóp af kanínum úr Elliðárdalnum, er það gert til þess að meta stöðu og heilbrigði stofnsins. Ef verkefnið gengur vel er jafnvel ætlunin að reyna ná öllum þeim kanínum sem halda til á þessu svæði og koma þeim í skjól,“ segir í færslu Dýrahjálpar. Dýr Reykjavík Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Kanínur eru ekki hluti af íslenskri náttúru en maður sem ætti leið niður í Elliðaárdal gæti alveg eins dregið þá ályktun. Hér er kominn myndarlegur stofn af allavega 2-300 villtum kanínum, sem eru sumar sorglega umkomulausar, ekki síst nú þegar frost er í jörðu. Fréttastofa leit við í Elliðaárdalnum og spjallaði við kanínur og sérfræðinga: Dýrin ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður Nokkuð er um að kanínum sé sleppt í Elliðaárdalinn þegar eigendur sjá sér ekki lengur fært að sjá um þær. Þeim gengur eflaust gott eitt til, enda hljóta margir þeirra að sjá kanínur á fleti fyrir og hugsa, já, hér virðast þær hafa það gott. Sannleikurinn er þó sá að mikill munur er á þeim kanínum sem verða til hér í náttúrunni, það eru komnar tvær þrjár kynslóðir sem hafa alist upp við þessar aðstæður, og á gælukanínum sem eru allt í einu settar í þær aðstæður að þurfa að bjarga sér. Þær verða oft mjög illa úti. Kanínurnar flykktust að fréttamanni þegar boðið var upp á fábrotinn kálhaus - sem mun til marks um að þær taka öllu matarkyns fegins hendi.Vísir/Sigurjón Lífaldur kanína sem fæðast og lifa á þessu svæði er allajafna ekki talinn vera nema í kringum tvö ár, á meðan ekki er óeðlilegt fyrir gælukanínur að verða allt að 10-12 ára. „Það er mjög mikið dýravelferðarmál að dýr sem eru ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður séu ekki skilin ein eftir við íslenskar aðstæður að vetri til,“ segir Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. „Það er ekki að ástæðulausu sem er talað um að einhverjir fjölgi sér eins og kanínur. Það varð hrun hérna í stofninum fyrir örfáum árum vegna skæðrar veirusýkingar sem kom upp í stofninum. Nú er hann byrjaður að jafna sig og við viljum gjarnan ná aðeins utan um þetta áður en stofninn verður risastór eins og hann var orðinn hérna fyrir nokkrum árum,“ segir Þorkell. Dýrahjálp og Villikanínur hafa tekið höndum saman um að veiða kanínurnar og koma þeim í skjól með hjálp sjálfboðaliða. Kanínustofninn í Elliðaárdal er í örum vexti, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kanínur eiga í raun alls ekki heima í íslenskri náttúru. Þetta er manngerður vandi.Vísir/Sigurjón Það ætti að koma böndum á stofninn, sem veldur þegar töluverðum vandræðum í borgarlandinu - og það skal gert á mannúðlegan hátt, því að ella kynni borgin að þurfa að grípa til þess að skjóta kanínur. Að komast inn í hlýju og stöðuga næringu er ákjósanlegra. „Núna í janúar ætla félögin, í samvinnu við Dýraþjónustu Reykjavíkur, að ná inn litlum hóp af kanínum úr Elliðárdalnum, er það gert til þess að meta stöðu og heilbrigði stofnsins. Ef verkefnið gengur vel er jafnvel ætlunin að reyna ná öllum þeim kanínum sem halda til á þessu svæði og koma þeim í skjól,“ segir í færslu Dýrahjálpar.
Dýr Reykjavík Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira