Chelsea í úrslit deildarbikarsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Antonio Rüdiger fagnar sigurmarki kvöldsins á sinn einstaka hátt.
Antonio Rüdiger fagnar sigurmarki kvöldsins á sinn einstaka hátt. Twitter/@Carabao_Cup

Chelsea vann 1-0 sigur á Tottenham Hotspur í síðari leik liðanna í deildarbikarnum í kvöld. Lærisveinar Thomas Tuchel unnu einvígið því sannfærandi 3-0.

Chelsea vann fyrri leik liðanna 2-0 og því ljóst að möguleikar Tottenham voru litlar er leikur kvöldsins var flautaður á. Eftir 18 mínútur varð verkefni Tottenham nær ómögulegt en þá kom Antonio Rüdiger Chelsea 1-0 yfir þegar hann skallaði fyrirgjöf Mason Mount í slá og inn.

Var það eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari kom Harry Kane boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þá voru tvær vítaspyrnur einnig teknar af Tottenham eftir að þær voru skoðaðar af myndbandsdómara leiksins.

Lokatölur því 0-1 og Chelsea er komið í úrslit. Liverpool og Arsenal mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni. Fyrri leik þeirra var frestað vegna forfalla hjá Liverpool og því enn alls óvíst hvort liðið mætir Chelsea í úrslitum.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.