Innlent

Boða til upp­lýsinga­fundar á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar.

Á fundinum munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, og Alma Möller, landlæknir, fara yfir stöðu mála.

Fundurinn verður haldinn með fjarfundarsniði og verður sýnt frá honum í beinni útsendingu á Vísi.

Þetta er 194. upplýsingafundurinn vegna faraldursins.

Segir mikilvægt að fólk kynni sér nýjar reglur

Þórólfur segir mikilvægt að fólk kynni sér vel nýjar reglur um sóttkví þríbólusettra. Reglurnar tóku gildi þann 7. janúar og Þórólfur segir forsvarsmenn fyrirtækja skuli setji sér verklag um hvernig vinnu þeirra sem falli undir ákvæði reglugerðarinnar verði háttað.

Með umræddi reglugerð er dregið úr takmörkunum á einstaklinga sem eru í sóttkví vegna Covid-19 ef þeir eru þríbólusettir eða hafa fengið sjúkdóminn áður staðfestan með PCR prófi og hafa þar að auki fengið tvær bólusetningar.

Í pistli á covid.is segir Þórólfur að unnið sé að fyrirkomulagi þar sem fólk sem reglugerðin nær til, geti sótt formlega staðfestingum á ákvæðum reglugerðarinnar.


Tengdar fréttir

Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst.

Segir stefna í al­gjört neyðar­á­stand með ó­breyttri þróun

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.