Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2022 10:57 Inga Sæland lét vaða á súðum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun. Tilefni viðtalsins var Facebook-færsla Ingu þar sem hún sagði ríkisstjórnina og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vera að bjóða upp á sænsku leiðina svokölluðu í viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég er bara að meina það að það er verið að láta veiruna gossa yfir okkur eins og sést á öllum tölum, smittölum, sóttkvíar og einangrunartölum,“ sagði Inga aðspurð um hvað hún ætti við með sænsku leiðinni. Gunnlaugur Helgason, annar þáttastjórnandi þáttarins, benti henni þá á að ómíkronafbrigðið væri meira smitandi en önnur afbrigði. „Kommon, í guðanna bænum. Hverjir heldur þú að stjórni hérna sóttvörnum, heldur þú að það sé veiran sjálf? Heldur þú að við vitum ekki að hún gengur í gegnum landamærin?“ sagði Inga. Sagðist hún vilja mun hertari aðgerðir á landamærum svo að lífið innanlands gæti verið sem eðlilegast fyrir landsmenn og þá sem búa hérna. Skaut fast á Willum fyrir undanþágur á Þorláksmessu Hófst þá umræða um skimanir á landamærum og hvort nóg væri að gert þar. Færðist fjör í leikinn þegar þáttastjórnendur gengu á Ingu og spurðu hana hvað hún myndi vilja gera á landamærunum. „Ég var að segja það, eruð þið treggáfaðir? Hvað er að ykkur eiginlega? Ég er að segja það að ég vildi halda þessu þannig sem það var. Það var þannig í ágætis tíma. Við höfðum þannig control að við þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að spítalinn okkar væri að fara á hliðina, við þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að það væru að leggjast inn 39 einstaklingar, einn tveir og þrír. Við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að loka Klíníkinni eða einu eða neinu til að kalla eftir hjúkrunarfræðingum inn í heilbrigðiskerfið okkar vegna þess að það er hreinlega að gefast upp og sligast,“ sagði Inga. Inga skaut á suma kalla á þingi í viðtalinu.Vísir/Vilhelm Sagði hún Íslendinga vera í kjöraðstæðum, búandi á eyju, til að halda kórónuveirunni frá Íslandi. Sendi hún þá Willumi Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra væna pillu. „En það sem er að gerast núna eins og nýr heilbrigðisráðherra setur allt í einu fullt af undanþágum á Þorláksmessuda, mesta fyllerísdag ársins,“ sagði Inga Sæland. „Allt í lagi komið bara til okkar, við skulum bara djamma og hafa það næs, í blússandi Covid. Hver í ósköpunum gerir svona?“ „Þú gafst mér þetta kaffi, Gulli. Hvað er í þessu?“ Þegar Heimir Karlsson, hinn þáttastjórnandi Bítisins, sagði við Ingu að hún hafi verið ósátt við viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum frá upphafi, svaraði hún til að Heimir væri að verða eins og sumir kallarnir á þinginu. „Þú ert að verða eins og sumir karlarnir í þinghúsinu sem leggja manni orð í munn. Þetta er alveg með ólíkindum,“ sagði Inga. Barst þá talið af kaffinu sem boðið var upp í Bylgjustúdíóinu en Heimir velti því upp hvað væri eiginlega í kaffinu. „Það varst þú sem gafst mér þetta kaffi. Þú gafst mér þetta kaffi, Gulli. Hvað er í þessu?“ sagði Inga á léttu nótunum. Inga Sæland sagði að væri hún heilbrigðisráherra þyrfti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að finna út úr því hvernig ætti að bæta þeim sem yrðu fyrir barðinu á hertum sóttvarnaraðgerðum tjónið.Vísir/Vilhelm „Ég er næstum því farin að halda að ég sé komin í Kastljós með Einari Þorsteinssyni,“ sagði Inga og uppskar mikinn hlátur. Myndi herða aðgerðir á landamærum væri hún við stjórnartaumana Í viðtalinu báðu Heimir og Gunnlaugur um að segja hvað hún myndi gera ef hún væri heilbrigðisráðherra í dag. „Ég myndi negla niður á landamærunum algjörlega á stundinni og fækka hér innkomu ferðamanna þangað til ég væri búinn að ná valdi á því að geta skimað alla sem koma hingað.“ Hvað ætlarðu að gera fyrir ferðafyrirtækin í staðinn? „Bara gefa þeim fullt af peningum“ Og hvar eiga þeir peningar að koma? „Spurðu Bjarna, þú varst bara að biðja mig um að vera heilbrigðisráðherra,“ svaraði Inga sem taldi ríkissjóð eiga næga fjármuni til þess að leysa úr þeim vanda. Viðtalinu lauk á léttu nótunum þegar Gunnlaugur Helgason lýsti því yfir að líklega hafi þetta verið skemmtilegasta viðtal sem þeir Bítismenn hefðu tekið við Ingu. Sjálf deilir Inga viðtalinu á Facebook með broskalli og textanum „Eldhress þáttur í Bítinu svona í morgunsárið“. Horfa má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Flokkur fólksins Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Tilefni viðtalsins var Facebook-færsla Ingu þar sem hún sagði ríkisstjórnina og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vera að bjóða upp á sænsku leiðina svokölluðu í viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég er bara að meina það að það er verið að láta veiruna gossa yfir okkur eins og sést á öllum tölum, smittölum, sóttkvíar og einangrunartölum,“ sagði Inga aðspurð um hvað hún ætti við með sænsku leiðinni. Gunnlaugur Helgason, annar þáttastjórnandi þáttarins, benti henni þá á að ómíkronafbrigðið væri meira smitandi en önnur afbrigði. „Kommon, í guðanna bænum. Hverjir heldur þú að stjórni hérna sóttvörnum, heldur þú að það sé veiran sjálf? Heldur þú að við vitum ekki að hún gengur í gegnum landamærin?“ sagði Inga. Sagðist hún vilja mun hertari aðgerðir á landamærum svo að lífið innanlands gæti verið sem eðlilegast fyrir landsmenn og þá sem búa hérna. Skaut fast á Willum fyrir undanþágur á Þorláksmessu Hófst þá umræða um skimanir á landamærum og hvort nóg væri að gert þar. Færðist fjör í leikinn þegar þáttastjórnendur gengu á Ingu og spurðu hana hvað hún myndi vilja gera á landamærunum. „Ég var að segja það, eruð þið treggáfaðir? Hvað er að ykkur eiginlega? Ég er að segja það að ég vildi halda þessu þannig sem það var. Það var þannig í ágætis tíma. Við höfðum þannig control að við þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að spítalinn okkar væri að fara á hliðina, við þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að það væru að leggjast inn 39 einstaklingar, einn tveir og þrír. Við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að loka Klíníkinni eða einu eða neinu til að kalla eftir hjúkrunarfræðingum inn í heilbrigðiskerfið okkar vegna þess að það er hreinlega að gefast upp og sligast,“ sagði Inga. Inga skaut á suma kalla á þingi í viðtalinu.Vísir/Vilhelm Sagði hún Íslendinga vera í kjöraðstæðum, búandi á eyju, til að halda kórónuveirunni frá Íslandi. Sendi hún þá Willumi Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra væna pillu. „En það sem er að gerast núna eins og nýr heilbrigðisráðherra setur allt í einu fullt af undanþágum á Þorláksmessuda, mesta fyllerísdag ársins,“ sagði Inga Sæland. „Allt í lagi komið bara til okkar, við skulum bara djamma og hafa það næs, í blússandi Covid. Hver í ósköpunum gerir svona?“ „Þú gafst mér þetta kaffi, Gulli. Hvað er í þessu?“ Þegar Heimir Karlsson, hinn þáttastjórnandi Bítisins, sagði við Ingu að hún hafi verið ósátt við viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum frá upphafi, svaraði hún til að Heimir væri að verða eins og sumir kallarnir á þinginu. „Þú ert að verða eins og sumir karlarnir í þinghúsinu sem leggja manni orð í munn. Þetta er alveg með ólíkindum,“ sagði Inga. Barst þá talið af kaffinu sem boðið var upp í Bylgjustúdíóinu en Heimir velti því upp hvað væri eiginlega í kaffinu. „Það varst þú sem gafst mér þetta kaffi. Þú gafst mér þetta kaffi, Gulli. Hvað er í þessu?“ sagði Inga á léttu nótunum. Inga Sæland sagði að væri hún heilbrigðisráherra þyrfti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að finna út úr því hvernig ætti að bæta þeim sem yrðu fyrir barðinu á hertum sóttvarnaraðgerðum tjónið.Vísir/Vilhelm „Ég er næstum því farin að halda að ég sé komin í Kastljós með Einari Þorsteinssyni,“ sagði Inga og uppskar mikinn hlátur. Myndi herða aðgerðir á landamærum væri hún við stjórnartaumana Í viðtalinu báðu Heimir og Gunnlaugur um að segja hvað hún myndi gera ef hún væri heilbrigðisráðherra í dag. „Ég myndi negla niður á landamærunum algjörlega á stundinni og fækka hér innkomu ferðamanna þangað til ég væri búinn að ná valdi á því að geta skimað alla sem koma hingað.“ Hvað ætlarðu að gera fyrir ferðafyrirtækin í staðinn? „Bara gefa þeim fullt af peningum“ Og hvar eiga þeir peningar að koma? „Spurðu Bjarna, þú varst bara að biðja mig um að vera heilbrigðisráðherra,“ svaraði Inga sem taldi ríkissjóð eiga næga fjármuni til þess að leysa úr þeim vanda. Viðtalinu lauk á léttu nótunum þegar Gunnlaugur Helgason lýsti því yfir að líklega hafi þetta verið skemmtilegasta viðtal sem þeir Bítismenn hefðu tekið við Ingu. Sjálf deilir Inga viðtalinu á Facebook með broskalli og textanum „Eldhress þáttur í Bítinu svona í morgunsárið“. Horfa má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Flokkur fólksins Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira