Innlent

Ný­árs­mál­stofa ferða­þjónustunnar 2022: Ferða­þjónusta nýrra tíma

Árni Sæberg skrifar
Nýársmálstofa 2022 - (1920 x 1080 px) (1)

Nýársmálstofa ferðaþjónustunnar 2022 fer fram í dag, þriðjudaginn 11. janúar kl. 9.00, í beinu streymi hér á Vísi. Á Nýársmálstofunni verður horft inn í nýtt ár og helstu tækifærum og áskorunum framundan verður velt upp.

Í ár líkt og fyrri ár er nýársfundurinn haldin í samstarfi Samtaka ferðaþjónustunnar, Íslenska ferðaklasans og KPMG.

Dagskrá fundarins mun að venju tengjast niðurstöðum úr viðhorfskönnun sem send er aðilum í greininni en jafnframt taka helstu sérfræðingar á sviði sjálfbærnivíddanna þriggja, efnahags, samfélags og umhverfis til máls. 

Fjallað verður um möguleika til sóknar ásamt því að veita aðilum innblástur í að efla og auka þekkingu og gæði þegar kemur að rekstri ferðaþjónustufyrirtækja í nýju landslagi.

Dagskrá:

Ávarp

Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra

Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Umhverfismál og sjálfbærni í ferðaþjónustu

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans

Efnahagur ferðaþjónustunnar á nýjum tímum

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka

Niðurstöður skoðanakönnunar ferðaþjónustunnar

Sævar Kristinsson, sérfræðingur hjá KPMG

Fundarstjóri er Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Horfa á má málþingið, sem hefst stundvíslega klukkan 9:00, í spilaranum hér að neðan:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×