Innlent

Tekin undir á­hrifum fíkni­efna með barnið í bílnum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan stöðvaði konuna í Hafnarfirði en hún var með barnið sitt í bílnum og grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. 
Lögreglan stöðvaði konuna í Hafnarfirði en hún var með barnið sitt í bílnum og grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Vísir/Vilhelm

Talsvert hefur verið um umferðalagabrot á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ung kona var handtekin síðdegis í dag grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en barn hennar var í bílnum með henni. 

Konan var stöðvuð í Hafnarfirði klukkan hálf fjögur í dag grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglu hafði borist tilkynning um hana fyrr um daginn þegar hún var stödd í Kópavogi en vegfarandi hafði séð hana nota fíkniefni í bifreiðinni. 

Konan var með barn sitt meðferðis í bílnum og var málið því unnið með aðkomu Barnaverndar. Faðir barnsins kom á lögreglustöð og sótti barnið en konan var látin laus að lokinni sýnatöku. 

Ökumaður var þá stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur en hann var að nota farsíma undir stýri. Hann játaði brotið og var vettvangsskýrsla rituð á staðnum. Þá var einn stöðavaður í Múlahverfi grunaður um ölvun við akstur. 

Þá var ökumaður stöðvaður í Breiðholti um hádegi eftir að hann mældist á 58 km hraða í götu þar sem hámarkshraði eru 30 km. Eftir að ökumaður hafði stöðvað bílinn reyndi hann að hlaupa af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ítrekaðan akstur án réttinda og fyrir að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×